Rotið réttarkerfi ógnar réttarríkinu Skjóðan skrifar 9. desember 2015 09:00 Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Dómsmál og dómstólar hafa verið mjög til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Fallið hafa athyglisverðir dómar í kynferðisbrotamálum, hrunmálum og verðtryggingarmálum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti Íslands. Íslenskir dómstólar virðast gera hóflegar kröfur til sönnunarbyrði ákæruvalds í hrunmálum. Sama máli gegnir um kynferðisbrotamálin – svo fremi að þolandi sé karlmaður. Sé þolandi kynferðisbrots kona leita íslenskir dómarar logandi ljósi að hverju því smáatriði, sem mögulega getur varpað vafa á sekt meints geranda. Sé þolandinn hins vegar karlmaður er sakfellt, líkt og tíðkast í hrunmálum. Hæstiréttur Íslands gefur, að því er virðist, lítið fyrir rétt sakborninga í hrunmálum. Í einu máli sýknaði héraðsdómur hina ákærðu og komst þá Hæstiréttur þá að þeirri niðurstöðu að einn dómara hefði verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um saksóknara eftir að dómur var kveðinn upp af tilefni, sem sömuleiðis kom upp eftir að dómur var kveðinn upp. Í öðru hrunmáli kom í ljós að einn dómarinn hafði misst eigur sínar vegna viðskipta við þann banka sem sakborningar í því máli stjórnuðu. Sakborningarnir voru sakfelldir og dæmdir í margra ára fangelsi. Hæstiréttur fór sannkallaða Krýsuvíkurleið til að komast að því að þetta eignatjón ylli ekki vanhæfi dómarans. Af þessu leiðir að velta má fyrir sér hvort afstaða Hæstaréttar til vanhæfis dómara grundvallist á því hvort viðkomandi dómarar sakfella eða sýkna útrásarvíkinga, rétt eins og hvort sekt í kynferðismálum sé ákvörðuð eftir kynferði þolanda. Í nýlegu verðtryggingarmáli komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að engu máli skipti þó að banki hefði klárlega brotið gegn lagaskyldu sinni um að upplýsa lántakanda um kostnað við lántökuna. Hann gæti samt innheimt lánið og hvern þann kostnað sem hann kysi að fullu. Neytendavernd virðist vera dómurum við æðsta dómstól landsins framandi hugtak. Tjáningarfrelsið er einn helgasti réttur manna í réttarríkinu. Fjórum sinnum hafa blaðamenn kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna mannréttindabrota Hæstaréttar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsið. Í öll skiptin hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt gegn íslenska ríkinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn ákveðið að taka fyrir fimmta málið gegn íslenska ríkinu vegna brota íslenskra dómstóla og Hæstaréttar Íslands gegn tjáningarfrelsi blaðamanns. Brotavilji æðsta dómstóls landsins gegn mannréttindum borgaranna er einbeittur þrátt fyrir ítrekaðar umvandanir Mannréttindadómstólsins. Þetta er alvarlegt mál þar sem varðstaða dómstóla um mannréttindi er hornsteinn lýðræðislegs réttarríkis. Þegar æðsti dómstóll landsins traðkar ítrekað á heilögustu mannréttindum borgaranna, sjálfu tjáningarfrelsinu, er sjálft réttarríkið í hættu. Séu dómstólar fúnir og réttarkerfið rotið er vart lengur hægt að tala um réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent