Lykilstjórnendur leggja Bláa lóninu til hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Helmingi stærra baðlón verður opnað í janúar. fréttablaðið/gva Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira