Lykilstjórnendur leggja Bláa lóninu til hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Helmingi stærra baðlón verður opnað í janúar. fréttablaðið/gva Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms. Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms.
Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira