Kvikur bankamarkaður stjórnarmaðurinn skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Fréttir bárust af því í gær að hópur lífeyrissjóða með Gildi og LSR fremsta í flokki hafi nálgast slitastjórn Kaupþings með það fyrir augum að kaupa 87% hlut slitastjórnarinnar í Arion banka. Þessi tíðindi berast í kjölfar þess að kröfuhafar Glitnis hafa ákveðið að leggja eignarhlut sinn í Íslandsbanka í hendur ríkisins og uppfylla þannig stöðugleikaskilyrðin svokölluðu, þannig að hægt sé að ganga frá nauðasamningum og taka eignir kröfuhafa úr landi. Fréttamaður sem ræddi við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna var snöggur til og spurði hvort til stæði að bjóða erlendum fjárfestum þátttöku. Fátt varð um svör. Það stæði í sjálfu sér ekki til, en lífeyrissjóðirnir væru til umræðu um slíkt ef einhver áhugaverður erlendur kostur kæmi upp úr krafsinu. Sem sagt. Ólíklegt er að erlendir fjárfestar taki þátt í kaupunum. Það var almannarómur í sumar að fjárfestar frá Kína annars vegar, og Austurlöndum nær hins vegar, væru langt á veg komnir með að ganga frá kaupum á Íslandsbanka. Forsvarsmenn slitastjórnarinnar kyntu undir vangaveltum á þessum nótum, sem verður að teljast nokkuð óvanalegt enda þykir ekki góð latína í viðskiptum að gaspra um hluti sem ekki verða. Hvort sem reynsluleysi af alþjóðaviðskiptum af hálfu slitastjórnarinnar var um að kenna eða ekki er ljóst að þessum áhuga var ekki fylgt eftir. Þá er sennilega fundin ástæða þess að kröfuhafarnir fallast á að leggja Íslandsbankahlutinn inn til ríkisins í stað þess að leita alþjóðlegra kaupenda. Erlendir kaupendur hafa ekki verið auðfundnir. Líklegasta niðurstaðan er að hér verði þrír stórir bankar: tveir í ríkiseigu, a.m.k. fyrst um sinn,sá þriðji í eigu lífeyrissjóða. Hvorki ríkið né lífeyrissjóðirnir geta talist ákjósanlegir hluthafar, enda yfirleitt betra aðhald frá þeim sem sýsla með eigið fé en annarra. Ekki bætir úr skák að erlendir fjárfestar virðast seint verða sannfærðir um aðkomu að íslenska bankakerfinu. Það er gömul saga og ný. Hér stefnir því í fremur óspennandi kokteil hjá gömlu bönkunum þremur. Gamalgróið samkrull eignarhalds ríkis og lífeyrissjóða. Hvað sem því líður hljóta aðrir aðilar, á borð við Kviku – sameinaðan banka MP og Straums, að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er ekki meitlað í stein að gömlu bankarnir þrír gíni hér yfir öllu. Meira síðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Stefna að skráningu Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings. Aðrir bíða á hliðarlínunni. 17. nóvember 2015 06:00