Lífeyrissjóðirnir alltumlykjandi á markaðnum Ingvar Haraldsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Á myndinni má sjá í hvaða félögum í Kauphöll Íslands lífeyrissjóðirnir eiga. Myndin sýnir einnig hvað lífeyrissjóðir eiga beint stóran hlut samanlagt í hverju félagi í Kauphöllinni og Framtakssjóði Íslands. Brotalínur tákna eign sem nemur minna en þremur prósentum af innlendu hlutabréfasafni lífeyrissjóðs. fréttablaðið/talnakönnun Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira