Breytt vinnumarkaðslíkan eða nýtt samfélagslíkan? Skjóðan skrifar 21. október 2015 07:00 Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Ekkert vinnumarkaðslíkan er í notkun hérlendis – alla vega ekkert sem nein sátt ríkir um. Aðilar hins almenna vinnumarkaðar reka upp harmakvein þegar háskólamenntað fólk krefst leiðréttingar á launakjörum sínum og algerlega er talið fráleitt að hífa laun láglaunafólks svo hátt að fólk eigi raunhæfa möguleika á að lifa af launum sínum. Slíkt veldur allt að sögn of mikilli þenslu í hagkerfinu, sem aftur leiðir til verðbólgu sem allir vita að hækkar verðtryggðu lánin sem flestir burðast með sem myllustein um hálsinn. Þess vegna eru skilaboðin frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar, Seðlabankanum og stjórnvöldum skýr; þrátt fyrir að allir séu af vilja gerðir til að lagfæra launakjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og láglaunafólks skal fólk sætta sig við örlitla flís því verðtryggingin gleypir allar leiðréttingar og lagfæringar, og gott betur. Allt umfram flísina veldur kjaraskerðingu þegar upp er staðið. Hví skilur fólkið þetta ekki? Kannski ríflega fjögur hundruð milljarða hagnaður nýju bankanna frá hruni, á sama tíma og fólkið hefur mátt herða sultarólar, glepji sýn? Skyldi launaskrið stjórnenda stórfyrirtækja og banka skapa glýju í augum almúgans? Skyldi afhending sameiginlegra þjóðarauðlinda til fámennrar klíku fyrir slikk pirra pupulinn svo mjög að hann ani endalaust út í vinnudeilur? Er þetta kannski bara öfundsýki? Eða er kannski kominn tími til að gera róttækar breytingar; ekki aðeins skipta um vinnumarkaðslíkan heldur ráðast á sjálft samfélagslíkanið? Taka til endurskoðunar hinn svonefnda „samfélagssáttmála“ sem hvort eð er stendur ekki undir nafni þar sem hér er engin sátt. Það sést af síendurteknum vinnudeilum, sem skaða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Nú er Ísland ekki eina landið sem stendur frammi fyrir því að gríðarlegur auður safnast á hendur örfárra á meðan millistéttin breytist í lágstétt og lægst launaða fólkið getur mögulega átt í sig, eða á, eða þak yfir höfuðið – en alls ekki allt í senn. Það réttlætir ekki ástandið hér á landi að aðrir búi við sams konar vanda. Samkeppnisstaða flestra íslenskra fyrirtækja, annarra en útgerðarfyrirtækja og nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, er afleit vegna gríðarlega mikils fjármagnskostnaðar. Öll milljarðahundruðin sem renna inn í bankana draga úr getu íslensks atvinnulífs til að greiða mannsæmandi laun á sama tíma og háir vextir og gjaldtaka banka sogar til sín sífellt stærri hluta ráðstöfunartekna almennings. Nýtt vinnumarkaðslíkan á Íslandi hlýtur að byggjast á því að tekið verði á ofurhagnaði banka og markaðslausnir verði notaðar til að verðleggja aðgang að takmörkuðum auðlindum í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Málið snýst ekki um réttlæti eitt og sér heldur ekki síður um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til framtíðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira