Viðskipti innlent

Loftið heyrir sögunni til

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til komið vegna deilna rekstraraðila farfuglaheimilisins Loft í Bankastræti og Loftsins í Austurstræti.
Málið er til komið vegna deilna rekstraraðila farfuglaheimilisins Loft í Bankastræti og Loftsins í Austurstræti. Vísir/Anton Brink
Skemmtistaðurinn Loftið í Austurstræt þarf að skipta um nafn. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti þar með úrskurð Neytendastofu frá því í desember í fyrra.

Málið er til komið vegna deilna rekstraraðila farfuglaheimilisins Loft í Bankastræti og Loftsins í Austurstræti. Fyrrnefndi staðurinn kvartaði til neytendastofu í september 2013. Bent var á að fyrirtækið ætti einkaleyfi á vörumerkjunum Loft og Loftbarinn. Í daglegu tali gengi farfuglaheimilið undir nafninu Loftið.

Þegar frést hafi af fyrirhugaðri opnun Loftsins í Austurstræti hafi verið haft samband við eiganda staðarins og hann varaður við notkun nafnsins. Sá hafi gefið lítið fyrir andmælin og viljað meina að „Loftið“ væri annað en „Loft“.

Nú hefur áfrýjunarnefnd sem sagt staðfest úrskurð Neytendastofu og því þurfa eigendur Loftsins í Austurstræti að finna nýtt nafn á skemmtistaðinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×