Spennandi fyrir mig en gæti verið erfitt fyrir konuna mína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2015 06:00 Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Íslandi á Eurobasket. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, staldraði stutt við í Grikklandi. Hann var nýbúinn að spila sinn fyrsta heimaleik með Aries Trikala um helgina þegar fregnir bárust af því að hann hefði verið keyptur til tékknesku meistaranna í Nymburk. „Þetta er skref sem ég hef beðið eftir að taka lengi. Ég er ánægður og spenntur að fá loksins að taka það,“ sagði Hörður Axel í samtali við Fréttablaðið. Þessi 26 ára bakvörður er að fara að spila með sínu sjötta atvinnumannafélagi í fjórða landinu, auk þess að hafa spilað með þremur íslenskum félögum. CEZ Basketball Nymburk hefur orðið tvöfaldur meistari í heimalandinu undanfarin tólf tímabil í röð ef frá er talið vorið 2006.Þátttakan í Evrópukeppnunum heillar „Í fullri hreinskilni þá heillar tékkneska deildin mig ekkert,“ útskýrir Hörður hins vegar en það er þátttaka Nymburk í VTB- og Evrópudeildunum sem heillar. Í VTB-deildinni keppa lið frá sjö löndum. Hvíta-Rússland, Tékkland, Finnland, Eistland, Lettland og Kasakstan eiga hvert sinn fulltrúa en hin tíu liðin í deildinni eru öll rússnesk. VTB-deildin er í senn efsta deild í Rússlandi. Nymburk spilaði fyrst í VTB-deildinni árið 2011 og hafnaði í 14 sæti af 16 liðum á síðustu leiktíð. Nymburk leikur í FIBA Europe Cup í ár og er til að mynda í riðli með danska liðinu Bakken Bears. „Þetta er ný Evrópukeppni og þarna eru alvöru lið. Liðið ætlar sér stóra hluti í henni í vetur,“ segir Hörður Axel. „Mér skildist á umboðsmanni mínum að það gæti verið að ég yrði á ferðalagi í 8-9 daga í einu. Það er spennandi fyrir mig sem körfuboltamann að taka þátt í slíkum verkefnum en gæti verið erfitt fyrir konuna mína,“ segir hann.Líkaði vel vistin í Grikklandi Parinu líkaði vistin vel í Grikklandi og Hörður Axel sagði að það hefði verið erfitt að kveðja liðið, þrátt fyrir stutta dvöl þar. „Ég hef ekkert nema gott um félagið og fólkið hér að segja. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að halda mér, sem gerði það enn erfiðara að fara. En þetta er ákvörðun sem ég tók og ég verð að standa með henni.“ Forráðamenn Nymburk gengu hart eftir því að fá Hörð Axel sem er þó ekki kominn til Tékklands til að vera í stærra hlutverki en aðrir. „Það eru gerðar sömu kröfur til mín og allra annarra. Það eru allir með svipuð hlutverk og ég get í raun notið þess að detta inn í liðið og njóta þess einfaldlega að spila körfubolta, án þess að hugsa sérstaklega um stig eða stoðsendingar. Ég hef verið að leitast eftir þessu í langan tíma og nú er maður loksins kominn til liðs þar sem maður getur einfaldlega notið þess að spila,“ segir Hörður Axel en hann var með klásúlu í samningi sínum sem auðveldaði honum að fara.Stoltur af því að þer keyptu upp samninginn minn „En þetta félag hefði auðveldlega getað fundið einhvern annan leikmann sem væri einfaldlega á lausu. Ég er stoltur af því að þeir keyptu upp samninginn minn og lögðu svo mikla áherslu á að fá mig. Það sýnir að þeir bera ákveðið traust til mín,“ segir hann og bætir við að hann hafði vonast til að fá svona tækifæri. „En að það hafi komið jafn snemma og raunin varð – eftir aðeins fjórar vikur í Grikklandi – óraði mig ekki fyrir.“ Hörður Axel samdi út tímabilið eins og algengt er í körfuboltanum í Evrópu. „Þetta er ákveðinn lífsstíll sem maður verður að tileinka sér en við njótum þess að búa hér úti og reynum að gera gott úr öllu saman. Þetta bar allt saman afar brátt að en ég vona að það komi ekkert óvænt upp og að ég klári tímabilið með Nymburk," sagði Hörður Axel. Körfubolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, staldraði stutt við í Grikklandi. Hann var nýbúinn að spila sinn fyrsta heimaleik með Aries Trikala um helgina þegar fregnir bárust af því að hann hefði verið keyptur til tékknesku meistaranna í Nymburk. „Þetta er skref sem ég hef beðið eftir að taka lengi. Ég er ánægður og spenntur að fá loksins að taka það,“ sagði Hörður Axel í samtali við Fréttablaðið. Þessi 26 ára bakvörður er að fara að spila með sínu sjötta atvinnumannafélagi í fjórða landinu, auk þess að hafa spilað með þremur íslenskum félögum. CEZ Basketball Nymburk hefur orðið tvöfaldur meistari í heimalandinu undanfarin tólf tímabil í röð ef frá er talið vorið 2006.Þátttakan í Evrópukeppnunum heillar „Í fullri hreinskilni þá heillar tékkneska deildin mig ekkert,“ útskýrir Hörður hins vegar en það er þátttaka Nymburk í VTB- og Evrópudeildunum sem heillar. Í VTB-deildinni keppa lið frá sjö löndum. Hvíta-Rússland, Tékkland, Finnland, Eistland, Lettland og Kasakstan eiga hvert sinn fulltrúa en hin tíu liðin í deildinni eru öll rússnesk. VTB-deildin er í senn efsta deild í Rússlandi. Nymburk spilaði fyrst í VTB-deildinni árið 2011 og hafnaði í 14 sæti af 16 liðum á síðustu leiktíð. Nymburk leikur í FIBA Europe Cup í ár og er til að mynda í riðli með danska liðinu Bakken Bears. „Þetta er ný Evrópukeppni og þarna eru alvöru lið. Liðið ætlar sér stóra hluti í henni í vetur,“ segir Hörður Axel. „Mér skildist á umboðsmanni mínum að það gæti verið að ég yrði á ferðalagi í 8-9 daga í einu. Það er spennandi fyrir mig sem körfuboltamann að taka þátt í slíkum verkefnum en gæti verið erfitt fyrir konuna mína,“ segir hann.Líkaði vel vistin í Grikklandi Parinu líkaði vistin vel í Grikklandi og Hörður Axel sagði að það hefði verið erfitt að kveðja liðið, þrátt fyrir stutta dvöl þar. „Ég hef ekkert nema gott um félagið og fólkið hér að segja. Þeir reyndu allt sem þeir gátu til að halda mér, sem gerði það enn erfiðara að fara. En þetta er ákvörðun sem ég tók og ég verð að standa með henni.“ Forráðamenn Nymburk gengu hart eftir því að fá Hörð Axel sem er þó ekki kominn til Tékklands til að vera í stærra hlutverki en aðrir. „Það eru gerðar sömu kröfur til mín og allra annarra. Það eru allir með svipuð hlutverk og ég get í raun notið þess að detta inn í liðið og njóta þess einfaldlega að spila körfubolta, án þess að hugsa sérstaklega um stig eða stoðsendingar. Ég hef verið að leitast eftir þessu í langan tíma og nú er maður loksins kominn til liðs þar sem maður getur einfaldlega notið þess að spila,“ segir Hörður Axel en hann var með klásúlu í samningi sínum sem auðveldaði honum að fara.Stoltur af því að þer keyptu upp samninginn minn „En þetta félag hefði auðveldlega getað fundið einhvern annan leikmann sem væri einfaldlega á lausu. Ég er stoltur af því að þeir keyptu upp samninginn minn og lögðu svo mikla áherslu á að fá mig. Það sýnir að þeir bera ákveðið traust til mín,“ segir hann og bætir við að hann hafði vonast til að fá svona tækifæri. „En að það hafi komið jafn snemma og raunin varð – eftir aðeins fjórar vikur í Grikklandi – óraði mig ekki fyrir.“ Hörður Axel samdi út tímabilið eins og algengt er í körfuboltanum í Evrópu. „Þetta er ákveðinn lífsstíll sem maður verður að tileinka sér en við njótum þess að búa hér úti og reynum að gera gott úr öllu saman. Þetta bar allt saman afar brátt að en ég vona að það komi ekkert óvænt upp og að ég klári tímabilið með Nymburk," sagði Hörður Axel.
Körfubolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira