Frábær árangur Fellaskóla í lestri Ragnar Þorsteinsson skrifar 1. október 2015 07:00 Í Fellaskóla í Breiðholti eiga sjö af hverjum tíu nemendum annað móðurmál en íslensku. Fjöldi tví- og margtyngdra barna í skólanum endurspeglar íbúasamsetningu í Fellahverfi þar sem fjölmargir eru af erlendum uppruna. Árangur nemenda í lestri og lesskilningi hefur að vonum verið lakari en í öðrum skólum þar sem hlutfall barna með íslensku að móðurmáli er til muna hærra. En nú hefur orðið á þessu merkilegur viðsnúningur sem vert er að vekja athygli á.Stökk upp á við í lestrarfærni Lesskimunin Læsi hefur verið lögð fyrir nemendur í 2. bekk í Fellaskóla frá árinu 2003. Á tímabilinu 2003-2013 var hlutfall nemenda sem gat lesið sér til gagns á bilinu 22-49% og var það hlutfall jafnan undir meðaltali annarra skóla borgarinnar. Á undanförnum tveimur árum hefur hins vegar hlutfall þeirra barna sem geta lesið sér til gagns í Fellaskóla tekið mikið stökk upp á við. Í fyrra gátu 65% nemenda lesið sér til gagns og var það aðeins einu prósentustigi undir meðaltali í borginni allri. Í vor mældist þetta hlutfall í Fellaskóla svo það hæsta frá upphafi, eða 67%, og er nú í fyrsta skipti yfir meðaltali í borginni. Starfsfólk, nemendur og foreldrar í Fellaskóla hafa ríka ástæðu til að fagna þessum árangri en að honum hefur verið unnið markvisst undanfarin ár með samstilltu átaki. Í þessum fjölmenningarlega skóla hefur verið lögð aukin áhersla á markvissa málörvun, læsi og lestur og nýjar kennsluaðferðir hafa verið innleiddar. Meðal annars var innleidd lestrarkennsluaðferðin PALS sem byggir á samvinnunámi. Stóraukin áhersla var jafnframt lögð á að bæta orðaforða, m.a. í gegnum spil og leiki. Kennarar unnu vel saman, höfðu mikla trú á getu nemenda, lögðu sig fram um að hrósa þeim og hvetja og gera til þeirra hæfilegar kröfur.Góðar kennslustundir Í vor tók Fellaskóli í þriðja sinn þátt í ytra mati á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en slíkt mat fer fram reglulega í grunnskólum borgarinnar. Niðurstöðurnar voru afar góðar og ljóst að markvisst hefur verið unnið að því að bæta nám og kennslu. Um 80% kennslustunda voru metin góð eða frábær og jafnframt mátti greina að fjölmörg þróunarverkefni, s.s. 1.2 og Fellaskóli – samþætt skóla- og frístundastarf í 1. og 2. bekk og Okkar mál, hafa skilað nemendum betri og heildstæðari þjónustu. Í matinu kom einnig fram að nemendur voru bæði ánægðir með kennarana sína og þann góða anda sem þeim fannst ríkja í skólanum. Skólasamfélag Fellaskóla má svo sannarlega vera stolt og ánægt af þessum árangri. Þessi viðsnúningur sýnir vel hvernig fagleg forysta, samhent átak og uppbyggilegt foreldrasamstarf getur skapað betri grundvöll til náms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í Fellaskóla í Breiðholti eiga sjö af hverjum tíu nemendum annað móðurmál en íslensku. Fjöldi tví- og margtyngdra barna í skólanum endurspeglar íbúasamsetningu í Fellahverfi þar sem fjölmargir eru af erlendum uppruna. Árangur nemenda í lestri og lesskilningi hefur að vonum verið lakari en í öðrum skólum þar sem hlutfall barna með íslensku að móðurmáli er til muna hærra. En nú hefur orðið á þessu merkilegur viðsnúningur sem vert er að vekja athygli á.Stökk upp á við í lestrarfærni Lesskimunin Læsi hefur verið lögð fyrir nemendur í 2. bekk í Fellaskóla frá árinu 2003. Á tímabilinu 2003-2013 var hlutfall nemenda sem gat lesið sér til gagns á bilinu 22-49% og var það hlutfall jafnan undir meðaltali annarra skóla borgarinnar. Á undanförnum tveimur árum hefur hins vegar hlutfall þeirra barna sem geta lesið sér til gagns í Fellaskóla tekið mikið stökk upp á við. Í fyrra gátu 65% nemenda lesið sér til gagns og var það aðeins einu prósentustigi undir meðaltali í borginni allri. Í vor mældist þetta hlutfall í Fellaskóla svo það hæsta frá upphafi, eða 67%, og er nú í fyrsta skipti yfir meðaltali í borginni. Starfsfólk, nemendur og foreldrar í Fellaskóla hafa ríka ástæðu til að fagna þessum árangri en að honum hefur verið unnið markvisst undanfarin ár með samstilltu átaki. Í þessum fjölmenningarlega skóla hefur verið lögð aukin áhersla á markvissa málörvun, læsi og lestur og nýjar kennsluaðferðir hafa verið innleiddar. Meðal annars var innleidd lestrarkennsluaðferðin PALS sem byggir á samvinnunámi. Stóraukin áhersla var jafnframt lögð á að bæta orðaforða, m.a. í gegnum spil og leiki. Kennarar unnu vel saman, höfðu mikla trú á getu nemenda, lögðu sig fram um að hrósa þeim og hvetja og gera til þeirra hæfilegar kröfur.Góðar kennslustundir Í vor tók Fellaskóli í þriðja sinn þátt í ytra mati á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en slíkt mat fer fram reglulega í grunnskólum borgarinnar. Niðurstöðurnar voru afar góðar og ljóst að markvisst hefur verið unnið að því að bæta nám og kennslu. Um 80% kennslustunda voru metin góð eða frábær og jafnframt mátti greina að fjölmörg þróunarverkefni, s.s. 1.2 og Fellaskóli – samþætt skóla- og frístundastarf í 1. og 2. bekk og Okkar mál, hafa skilað nemendum betri og heildstæðari þjónustu. Í matinu kom einnig fram að nemendur voru bæði ánægðir með kennarana sína og þann góða anda sem þeim fannst ríkja í skólanum. Skólasamfélag Fellaskóla má svo sannarlega vera stolt og ánægt af þessum árangri. Þessi viðsnúningur sýnir vel hvernig fagleg forysta, samhent átak og uppbyggilegt foreldrasamstarf getur skapað betri grundvöll til náms.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun