Áfallameðvituð þjónusta 1. október 2015 11:13 Á ráðstefnu Rótarinnar, RIKK - Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum - og fleiri samstarfsaðila, um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin var 1. og 2. september sl. kom aðalfyrirlesari hennar, dr. Stephanie Covington, aftur og aftur að því hversu mikilvægt er að þjónusta í heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni sé það sem á ensku er kallað „trauma-informed“. Við Rótarkonur höfum skrifað nokkuð um þetta í greinum og erindum til yfirvalda, t.d. Embættis landlæknis, og höfum notað þýðinguna ‚áfallameðvituð þjónusta‘ þar sem við höfum ekki rekist á íslenska þýðingu á hugtakinu. Það sem fellst í áfallameðvitaðri þjónustu er að hún miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem allir eru öruggir og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð. Covington lýsti því meðal annars í fyrirlestri sínum þegar hún tók út tannlæknastofu tannlæknisins síns í Kaliforníu, að hans ósk, og benti honum á hvað gera mætti til að skapa öruggt umhverfi fyrir viðskiptavinina. Á bílastæðinu þurfti að bæta lýsingu til að ekki væru þar nein dökk skúmaskot sem gætu valdið óöryggi. Sá siður að leggja fólk niður með þunga mottu á brjóstinu getur verið ógnvekjandi fyrir þá sem upplifað hafa líkamlega kúgun og einnig það að fá ekki að standa upp úr tannlæknastólnum. Einnig getur það verið mjög truflandi fyrir þá sem t.d. hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn að láta vinna uppi í munninum á sér. Leiðbeiningar um áfallamiðaða þjónustu hjálpa til við að gera umhverfi og aðstæður öruggari og betri fyrir alla en ekki síst þá sem glíma við afleiðingar áfalla, án þess að þeir séu sérstaklega spurðir spurninga. Rótin hefur vakið athygli á því að SAMHSA, undirstofnun Bandaríska heilbrigðisráðuneytisins sem fjallar um vímuefnamisnotkun og geðheilbrigði (e. Substance Abuse and Mental Health Services Administration), gaf út í júlí 2014 leiðbeiningar um áfallameðvitaða nálgun, SAMHSA’s Concept of Trauma and Guidance for a Trauma-Informed Approach, sem verið er að innleiða í alla heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntastofnanir, refsiréttarkerfið, herinn og almennt í þjónustu ríkisins. Rótin hefur einnig beint þeim kröfum til yfirvalda að sett séu gæðaviðmið fyrir meðferð á Íslandi. Víða er fyrirmynda að leita hvað það varðar og til eru mjög góðar leiðbeiningar frá The Jean Tweet Centre í Ontario í Kanada um áfallameðvitaða meðferð kvenna með áfengis- og fíknivanda, Trauma Matters: Guidelines for Trauma-Informed Practices in Women‘s Substance Use services. Jean Tweet Centre er leiðandi miðstöð fyrir konur þar sem boðin er meðferð og stuðningur við konur með fíkni- eða geðheilbrigðisvanda í öruggu umhverfi. Dr. Covington lagði einmitt áherslu á að meðferð kvenna yrði að fara fram á friðhelgum stað (e. sanctuary) og að það væri beinlínis ósiðlegt að veita meðferð við fíkn sem ekki væri áfallameðvituð. Ráðstefnuna sótti afar 240 manna fjölbreyttur hópur fagfólks og áhugafólks um málefni er tengjast fíkn kvenna, áföllum og meðferð og við höfum þegar fengið þær gleðifréttir að þrjár sjúkra- og meðferðarstofnanir eru að breyta vinnulagi til samræmis við það sem kom fram á ráðstefnunni. Við Rótarkonur trúum því að þessi mikli áhugi og ánægja með ráðstefnuna kveiki á því hjá stjórnvöldum að tími sé kominn til að innleiða bestu og nýjustu gagnreyndu þekkingu inn í meðferð kvenna. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Katrín Guðný Alfreðsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir Höfundar eru ráðskonur í Rótinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Á ráðstefnu Rótarinnar, RIKK - Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum - og fleiri samstarfsaðila, um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin var 1. og 2. september sl. kom aðalfyrirlesari hennar, dr. Stephanie Covington, aftur og aftur að því hversu mikilvægt er að þjónusta í heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni sé það sem á ensku er kallað „trauma-informed“. Við Rótarkonur höfum skrifað nokkuð um þetta í greinum og erindum til yfirvalda, t.d. Embættis landlæknis, og höfum notað þýðinguna ‚áfallameðvituð þjónusta‘ þar sem við höfum ekki rekist á íslenska þýðingu á hugtakinu. Það sem fellst í áfallameðvitaðri þjónustu er að hún miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður þar sem allir eru öruggir og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð. Covington lýsti því meðal annars í fyrirlestri sínum þegar hún tók út tannlæknastofu tannlæknisins síns í Kaliforníu, að hans ósk, og benti honum á hvað gera mætti til að skapa öruggt umhverfi fyrir viðskiptavinina. Á bílastæðinu þurfti að bæta lýsingu til að ekki væru þar nein dökk skúmaskot sem gætu valdið óöryggi. Sá siður að leggja fólk niður með þunga mottu á brjóstinu getur verið ógnvekjandi fyrir þá sem upplifað hafa líkamlega kúgun og einnig það að fá ekki að standa upp úr tannlæknastólnum. Einnig getur það verið mjög truflandi fyrir þá sem t.d. hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn að láta vinna uppi í munninum á sér. Leiðbeiningar um áfallamiðaða þjónustu hjálpa til við að gera umhverfi og aðstæður öruggari og betri fyrir alla en ekki síst þá sem glíma við afleiðingar áfalla, án þess að þeir séu sérstaklega spurðir spurninga. Rótin hefur vakið athygli á því að SAMHSA, undirstofnun Bandaríska heilbrigðisráðuneytisins sem fjallar um vímuefnamisnotkun og geðheilbrigði (e. Substance Abuse and Mental Health Services Administration), gaf út í júlí 2014 leiðbeiningar um áfallameðvitaða nálgun, SAMHSA’s Concept of Trauma and Guidance for a Trauma-Informed Approach, sem verið er að innleiða í alla heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntastofnanir, refsiréttarkerfið, herinn og almennt í þjónustu ríkisins. Rótin hefur einnig beint þeim kröfum til yfirvalda að sett séu gæðaviðmið fyrir meðferð á Íslandi. Víða er fyrirmynda að leita hvað það varðar og til eru mjög góðar leiðbeiningar frá The Jean Tweet Centre í Ontario í Kanada um áfallameðvitaða meðferð kvenna með áfengis- og fíknivanda, Trauma Matters: Guidelines for Trauma-Informed Practices in Women‘s Substance Use services. Jean Tweet Centre er leiðandi miðstöð fyrir konur þar sem boðin er meðferð og stuðningur við konur með fíkni- eða geðheilbrigðisvanda í öruggu umhverfi. Dr. Covington lagði einmitt áherslu á að meðferð kvenna yrði að fara fram á friðhelgum stað (e. sanctuary) og að það væri beinlínis ósiðlegt að veita meðferð við fíkn sem ekki væri áfallameðvituð. Ráðstefnuna sótti afar 240 manna fjölbreyttur hópur fagfólks og áhugafólks um málefni er tengjast fíkn kvenna, áföllum og meðferð og við höfum þegar fengið þær gleðifréttir að þrjár sjúkra- og meðferðarstofnanir eru að breyta vinnulagi til samræmis við það sem kom fram á ráðstefnunni. Við Rótarkonur trúum því að þessi mikli áhugi og ánægja með ráðstefnuna kveiki á því hjá stjórnvöldum að tími sé kominn til að innleiða bestu og nýjustu gagnreyndu þekkingu inn í meðferð kvenna. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Katrín Guðný Alfreðsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir Höfundar eru ráðskonur í Rótinni
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun