Hvers vegna á að verðlauna dýraníð? Árni Snævarr og Linda Pétursdóttir skrifar 2. október 2015 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir koma til álita að ríkið styrki eigendur svínabúa í því skyni að uppræta þá illu meðferð á dýrum sem flett var ofan af í sjónvarpsfréttum RÚV á dögunum. Svínin eru vistuð í alltof þröngum stíum og þjást af legusárum, enda geta þau varla hreyft sig, geta ýmist ekki rétt úr fótunum eða lagst á hliðina, júgrin liggja inn í næsta bás og snerta innréttingarnar, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknir hjá Matvælastofnun sem horfði á upptökurnar sagði að þarna væri dýraníð á ferðinni. Við erum hjartanlega sammála. Nú myndi maður ætla að yfirvöld gripu til tafarlausra aðgerða og nýttu skýrar lagaheimildir til að refsa þeim sem gerast brotlegir við gildandi lög og reglur. Matvælastofnun krafðist alvarlegra úrbóta þegar hún komst á snoðir um sumt af því sem sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá á dögunum. Í aðeins einu tilfelli var hins vegar beitt „þvingunarferli“, en viðkomandi svínabú virðist láta það sem vind um eyru þjóta. Matvælastofnun telur að hér sé um „lögbrot“ að ræða, en samt hefur ekkert tilfelli verið kært til lögreglu. Hvernig má þetta vera? Þrátt fyrir þessi meintu lögbrot virðist Sigurður Ingi landbúnaðarráðherra sáttur við ástandið og segir viðbrögð yfirvalda með fullnægjandi hætti. „Við þurfum auðvitað að veita ákveðið svigrúm til að fara í dýrar fjárfestingar og hugsanlega þarf að koma til einhvers konar stuðningskerfi við það,“ segir Sigurður Ingi. Svigrúm þýðir einfaldlega að dýraníð haldi áfram með vitund og vilja ríkisvaldsins, samanber ofangreindar yfirlýsingar ráðherrans.Á kostnað skattgreiðenda En Sigurður Ingi lætur sér þetta ekki nægja heldur leggur til að úrbætur verði á kostnað skattgreiðenda! Ekki þarf að hafa mörg orð um að ríkisstyrkir eru ekki aðeins mjög gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar og tíðarandanum, heldur geta þeir brotið í bága við íslensk lög og lög Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þetta er sérstaklega ámælisvert því með þessu er verið að verðlauna skussana í faginu. Því fer nefnilega fjarri að allir séu undir sömu sök seldir. Í Bændablaðinu er þannig sagt frá því á dögunum að á svínabúinu Ormsstöðum í Grímsnesi sé unnið markvisst að velferð gripanna. Þannig hafi fyrir fimm árum verið hætt að klippa hala á grísum og undanfarin tvö ár hafi allar gylturnar verið í lausagöngu. Ríkisstyrkir myndu skekkja samningsstöðu í þessari grein. Hvers eiga þeir að gjalda sem ganga á undan með góðu fordæmi þegar skussarnir, sem orðið hafa uppvísir að hörmulegri meðferð á dýrum, eru verðlaunaðir? Og hvers vegna ættu svínabúin að grípa til aðgerða eftir að ráðherra hefur hvítþvegið þau af allri ábyrgð og gefið til kynna að skattgreiðendur borgi brúsann? Hvers vegna er ákvæðum gildandi íslenskra laga og reglna um þvinganir gegn brotum af þessu tagi ekki beitt til fullnustu? Hvernig er komið í þjóðfélagi okkar ef þegnarnir geta skammtað sér að eigin geðþótta „svigrúm“ til að fara að lögum og reglum og látið ríkissjóð borga sér fyrir að fara að reglum? Landbúnaðarráðherra á hins vegar ekki síðasta orðið í þessu máli heldur Alþingi Íslendinga. Við skorum á þingmenn að sjá til þess að farið sé að landslögum og að skattfé sé ekki notað til að verðlauna þá skussa sem gerst hafa sekir um dýraníð. En þegar á öllu er á botninn hvolft eru það neytendur og skattgreiðendur sem eiga síðasta orðið. Við tökum undir kröfu Neytendasamtakanna um að upplýst verði hvaða svínabú hafa gert sig sek um hryllilega meðferð á svínum. Í raun eru yfirvöld að hylma yfir með gerendum með því að neita að upplýsa hverjir eigi í hlut og koma þannig óorði á alla greinina – líka þá sem standa sína plikt. Ef ekki verður orðið við þessari kröfu, kann að vera óhjákvæmilegt að hvetja til þess að neytendur hætti að kaupa allt svínakjöt. Skattgreiðendur eiga síðan alltaf þann kost að meta þá stjórnmálamenn að verðleikum sem láta þetta viðgangast með því að sniðganga framboð þeirra í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir koma til álita að ríkið styrki eigendur svínabúa í því skyni að uppræta þá illu meðferð á dýrum sem flett var ofan af í sjónvarpsfréttum RÚV á dögunum. Svínin eru vistuð í alltof þröngum stíum og þjást af legusárum, enda geta þau varla hreyft sig, geta ýmist ekki rétt úr fótunum eða lagst á hliðina, júgrin liggja inn í næsta bás og snerta innréttingarnar, svo eitthvað sé nefnt. Dýralæknir hjá Matvælastofnun sem horfði á upptökurnar sagði að þarna væri dýraníð á ferðinni. Við erum hjartanlega sammála. Nú myndi maður ætla að yfirvöld gripu til tafarlausra aðgerða og nýttu skýrar lagaheimildir til að refsa þeim sem gerast brotlegir við gildandi lög og reglur. Matvælastofnun krafðist alvarlegra úrbóta þegar hún komst á snoðir um sumt af því sem sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá á dögunum. Í aðeins einu tilfelli var hins vegar beitt „þvingunarferli“, en viðkomandi svínabú virðist láta það sem vind um eyru þjóta. Matvælastofnun telur að hér sé um „lögbrot“ að ræða, en samt hefur ekkert tilfelli verið kært til lögreglu. Hvernig má þetta vera? Þrátt fyrir þessi meintu lögbrot virðist Sigurður Ingi landbúnaðarráðherra sáttur við ástandið og segir viðbrögð yfirvalda með fullnægjandi hætti. „Við þurfum auðvitað að veita ákveðið svigrúm til að fara í dýrar fjárfestingar og hugsanlega þarf að koma til einhvers konar stuðningskerfi við það,“ segir Sigurður Ingi. Svigrúm þýðir einfaldlega að dýraníð haldi áfram með vitund og vilja ríkisvaldsins, samanber ofangreindar yfirlýsingar ráðherrans.Á kostnað skattgreiðenda En Sigurður Ingi lætur sér þetta ekki nægja heldur leggur til að úrbætur verði á kostnað skattgreiðenda! Ekki þarf að hafa mörg orð um að ríkisstyrkir eru ekki aðeins mjög gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar og tíðarandanum, heldur geta þeir brotið í bága við íslensk lög og lög Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þetta er sérstaklega ámælisvert því með þessu er verið að verðlauna skussana í faginu. Því fer nefnilega fjarri að allir séu undir sömu sök seldir. Í Bændablaðinu er þannig sagt frá því á dögunum að á svínabúinu Ormsstöðum í Grímsnesi sé unnið markvisst að velferð gripanna. Þannig hafi fyrir fimm árum verið hætt að klippa hala á grísum og undanfarin tvö ár hafi allar gylturnar verið í lausagöngu. Ríkisstyrkir myndu skekkja samningsstöðu í þessari grein. Hvers eiga þeir að gjalda sem ganga á undan með góðu fordæmi þegar skussarnir, sem orðið hafa uppvísir að hörmulegri meðferð á dýrum, eru verðlaunaðir? Og hvers vegna ættu svínabúin að grípa til aðgerða eftir að ráðherra hefur hvítþvegið þau af allri ábyrgð og gefið til kynna að skattgreiðendur borgi brúsann? Hvers vegna er ákvæðum gildandi íslenskra laga og reglna um þvinganir gegn brotum af þessu tagi ekki beitt til fullnustu? Hvernig er komið í þjóðfélagi okkar ef þegnarnir geta skammtað sér að eigin geðþótta „svigrúm“ til að fara að lögum og reglum og látið ríkissjóð borga sér fyrir að fara að reglum? Landbúnaðarráðherra á hins vegar ekki síðasta orðið í þessu máli heldur Alþingi Íslendinga. Við skorum á þingmenn að sjá til þess að farið sé að landslögum og að skattfé sé ekki notað til að verðlauna þá skussa sem gerst hafa sekir um dýraníð. En þegar á öllu er á botninn hvolft eru það neytendur og skattgreiðendur sem eiga síðasta orðið. Við tökum undir kröfu Neytendasamtakanna um að upplýst verði hvaða svínabú hafa gert sig sek um hryllilega meðferð á svínum. Í raun eru yfirvöld að hylma yfir með gerendum með því að neita að upplýsa hverjir eigi í hlut og koma þannig óorði á alla greinina – líka þá sem standa sína plikt. Ef ekki verður orðið við þessari kröfu, kann að vera óhjákvæmilegt að hvetja til þess að neytendur hætti að kaupa allt svínakjöt. Skattgreiðendur eiga síðan alltaf þann kost að meta þá stjórnmálamenn að verðleikum sem láta þetta viðgangast með því að sniðganga framboð þeirra í næstu kosningum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun