Er slíkur stöðugleiki eftirsóknarverður? Skjóðan skrifar 7. október 2015 10:00 Nú berast af því fregnir að samanlagt stöðugleikaframlag stóru bankanna þriggja muni nema eitthvað um 300 milljörðum króna. Þessi fjárhæð er miklu lægri en sú sem boðuð var þegar stöðugleikaskilyrði ríkisstjórnarinnar voru kynnt 8. júní sl. Þá var raunar einblínt á hvaða fjárhæð yrði sótt til slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaskatti. Sú upphæð var 850 milljarðar. Í sjónvarpsviðtali sama kvöld sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aðspurður að búast mætti við að stöðugleikaframlag bankanna og bankaskatturinn myndi skila ríkissjóði 500 milljörðum. Nú er hins vegar komið fram að upphæðin er líklega ekki nema 300 milljarðar. Þetta er rétt rúmur þriðjungur af því sem ríkisstjórnin boðaði í júní. Í kynningunni, 8. júní sl. var fullyrt að heildarumfang aðgerða stjórnvalda gagnvart slitabúunum næmi 900 milljörðum og var þar miðað við 850 milljarða stöðugleikaskatt. En skatturinn kemur að öllum líkindum ekki til framkvæmda og fjárhæðin sem rennur til ríkisins er því einungis 300 milljarðar ef þær tölur, sem nú er fjallað um í fjölmiðlum eru á rökum reistar. Ljóst er að slíkt framlag dugar hvergi nærri til að leysa þann vanda sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda var ætlað að leysa. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lýst furðu sinni á því að stjórnvöld hyggist ekki láta slitabúin greiða bætur vegna þess tjóns sem starfsemi og fall gömlu bankanna olli hagkerfinu og ríkissjóði. Það má taka undir með Kára. Krefjast þarf mun hærra stöðugleikaframlags en sem nemur þeim 300 milljörðum sem nú eru til umræðu. Annars er vandamálið ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, eins og fjármálaráðherra fullyrti í júní. Þá sleppa kröfuhafar, sem flestir eru áhættufjárfestar, sem fjárfest hafa í kröfum á bankanna eftir fall þeirra, úr landi með gríðarlegan hagnað. Eftir sitjum við Íslendingar með sárt ennið og langan skuldahala. Fall íslensku bankanna hefur reynst íslenskum fyrirtækjum, almenningi og ríkissjóði sjálfum mjög dýrkeypt. Nýju bankarnir, sem eru í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og íslenska ríkisins, hafa gengið hart fram gegn fyrirtækjunum og heimilunum í landinu til að hámarka gróða lukkuriddara, sem í alþjóðlegum fjármálaheimi eru nefndir „hrægammar“, en svo eru þeir fjárfestar nefndir sem sérhæfa sig í kaupum á skuldabréfum fallinna fyrirtækja. Verði slitabúunum sleppt með að borga einungis 300 milljarða blasir við að stöðugleikaáætlun ríkisstjórnarinnar hrekkur skammt til að grynnka skuldir ríkissjóðs, sem að stórum hluta eru tilkomnar vegna falls bankanna. Þar með er ljóst að stöðugleikinn sem boðið verður upp á felst í að binda hagkerfið í spennitreyju risavaxinna ríkisskulda og viðvarandi hafta.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Nú berast af því fregnir að samanlagt stöðugleikaframlag stóru bankanna þriggja muni nema eitthvað um 300 milljörðum króna. Þessi fjárhæð er miklu lægri en sú sem boðuð var þegar stöðugleikaskilyrði ríkisstjórnarinnar voru kynnt 8. júní sl. Þá var raunar einblínt á hvaða fjárhæð yrði sótt til slitabúa föllnu bankanna með stöðugleikaskatti. Sú upphæð var 850 milljarðar. Í sjónvarpsviðtali sama kvöld sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra aðspurður að búast mætti við að stöðugleikaframlag bankanna og bankaskatturinn myndi skila ríkissjóði 500 milljörðum. Nú er hins vegar komið fram að upphæðin er líklega ekki nema 300 milljarðar. Þetta er rétt rúmur þriðjungur af því sem ríkisstjórnin boðaði í júní. Í kynningunni, 8. júní sl. var fullyrt að heildarumfang aðgerða stjórnvalda gagnvart slitabúunum næmi 900 milljörðum og var þar miðað við 850 milljarða stöðugleikaskatt. En skatturinn kemur að öllum líkindum ekki til framkvæmda og fjárhæðin sem rennur til ríkisins er því einungis 300 milljarðar ef þær tölur, sem nú er fjallað um í fjölmiðlum eru á rökum reistar. Ljóst er að slíkt framlag dugar hvergi nærri til að leysa þann vanda sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda var ætlað að leysa. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lýst furðu sinni á því að stjórnvöld hyggist ekki láta slitabúin greiða bætur vegna þess tjóns sem starfsemi og fall gömlu bankanna olli hagkerfinu og ríkissjóði. Það má taka undir með Kára. Krefjast þarf mun hærra stöðugleikaframlags en sem nemur þeim 300 milljörðum sem nú eru til umræðu. Annars er vandamálið ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, eins og fjármálaráðherra fullyrti í júní. Þá sleppa kröfuhafar, sem flestir eru áhættufjárfestar, sem fjárfest hafa í kröfum á bankanna eftir fall þeirra, úr landi með gríðarlegan hagnað. Eftir sitjum við Íslendingar með sárt ennið og langan skuldahala. Fall íslensku bankanna hefur reynst íslenskum fyrirtækjum, almenningi og ríkissjóði sjálfum mjög dýrkeypt. Nýju bankarnir, sem eru í eigu kröfuhafa gömlu bankanna og íslenska ríkisins, hafa gengið hart fram gegn fyrirtækjunum og heimilunum í landinu til að hámarka gróða lukkuriddara, sem í alþjóðlegum fjármálaheimi eru nefndir „hrægammar“, en svo eru þeir fjárfestar nefndir sem sérhæfa sig í kaupum á skuldabréfum fallinna fyrirtækja. Verði slitabúunum sleppt með að borga einungis 300 milljarða blasir við að stöðugleikaáætlun ríkisstjórnarinnar hrekkur skammt til að grynnka skuldir ríkissjóðs, sem að stórum hluta eru tilkomnar vegna falls bankanna. Þar með er ljóst að stöðugleikinn sem boðið verður upp á felst í að binda hagkerfið í spennitreyju risavaxinna ríkisskulda og viðvarandi hafta.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira