Lækkun skatta af leigutekjum – allra hagur! Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2015 09:30 Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði hækki úr 30% í 50%. Þetta þýðir með öðrum orðum að virk skattbyrði leigutekna gæti þar með lækkað úr 14% í 10%. Eitt helsta umkvörtunarefni leigjenda auk leiguverðs er óöryggi. Það hefur verið mikið rótleysi á þessum markaði og fólk veigrar sér einnig við að kvarta. Ef jafnframt yrðu sett skilyrði um tímalengd leigusamninga samhliða frekari skattalækkunum, þá væri það til þess fallið að styrkja stöðu leigjenda. Ein ástæða þess að skortur hefur verið á leiguhúsnæði er að leigjendur hafa séð sér hag í að leigja til ferðamanna gegn háu leigugjaldi. Þessar tillögur eru því til þess fallnar að bæta stöðu bæði leigusala og leigutaka og ætti því að koma báðum til góða. Stór hópur fólks er í þeirri stöðu að geta ekki keypt sér eigin húsnæði t.a.m. ungt fólk sem stenst ekki greiðslumat eða á ekki fyrir fyrstu útborgun í íbúð. Mikill kostnaður fylgir því að reka fasteign, sérstaklega ef hún er skuldsett. Með því að skattleggja leigu er verið að stuðla að því að leigusalar krefjist hærra leiguverðs til að standa undir þeim skattgreiðslum. Fjármagnskostnaður er mun hærri hér en í nágrannalöndunum og því eru skattaívilnanir kjörin leið stjórnvalda til að vinna gegn óæskilegum áhrifum hás fjármagnskostnaðar á leiguverð. Leigusalinn gæti þá séð sér hag í því að leigja út íbúðina ódýrar í langtímaleigu en þó með sömu arðsemi og áður. Svo er ákveðinn hópur eldra fólks sem býr eitt í stóru húsnæði eða þá að húsnæðið stendur autt. Þessi hópur vill ekki endilega selja en getur í raun ekki heldur leigt út húsnæðið, því þá skerðast bætur auk þess sem kemur til skattgreiðsla. Ef gamla konan gæti leigt út stóru íbúðina og jafnvel leigt sér minni íbúð á móti án þess að vera „refsað“ fyrir það, þá myndi það auka framboðið leigutökum í hag og bæta nýtingu á því húsnæði sem til er í landinu. Það ætti að vera okkar allra hagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði hækki úr 30% í 50%. Þetta þýðir með öðrum orðum að virk skattbyrði leigutekna gæti þar með lækkað úr 14% í 10%. Eitt helsta umkvörtunarefni leigjenda auk leiguverðs er óöryggi. Það hefur verið mikið rótleysi á þessum markaði og fólk veigrar sér einnig við að kvarta. Ef jafnframt yrðu sett skilyrði um tímalengd leigusamninga samhliða frekari skattalækkunum, þá væri það til þess fallið að styrkja stöðu leigjenda. Ein ástæða þess að skortur hefur verið á leiguhúsnæði er að leigjendur hafa séð sér hag í að leigja til ferðamanna gegn háu leigugjaldi. Þessar tillögur eru því til þess fallnar að bæta stöðu bæði leigusala og leigutaka og ætti því að koma báðum til góða. Stór hópur fólks er í þeirri stöðu að geta ekki keypt sér eigin húsnæði t.a.m. ungt fólk sem stenst ekki greiðslumat eða á ekki fyrir fyrstu útborgun í íbúð. Mikill kostnaður fylgir því að reka fasteign, sérstaklega ef hún er skuldsett. Með því að skattleggja leigu er verið að stuðla að því að leigusalar krefjist hærra leiguverðs til að standa undir þeim skattgreiðslum. Fjármagnskostnaður er mun hærri hér en í nágrannalöndunum og því eru skattaívilnanir kjörin leið stjórnvalda til að vinna gegn óæskilegum áhrifum hás fjármagnskostnaðar á leiguverð. Leigusalinn gæti þá séð sér hag í því að leigja út íbúðina ódýrar í langtímaleigu en þó með sömu arðsemi og áður. Svo er ákveðinn hópur eldra fólks sem býr eitt í stóru húsnæði eða þá að húsnæðið stendur autt. Þessi hópur vill ekki endilega selja en getur í raun ekki heldur leigt út húsnæðið, því þá skerðast bætur auk þess sem kemur til skattgreiðsla. Ef gamla konan gæti leigt út stóru íbúðina og jafnvel leigt sér minni íbúð á móti án þess að vera „refsað“ fyrir það, þá myndi það auka framboðið leigutökum í hag og bæta nýtingu á því húsnæði sem til er í landinu. Það ætti að vera okkar allra hagur.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun