Ásgeir Brynjar Torfason, sérfróður meðdómari í Marple-málinu, mun ekki víkja sæti vegna vanhæfis. Úrskurður var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og einn sakborninga, fór fram á að dómarinn myndi víkja. Telur Hreiðar að hann megi efast um óhlutdrægni dómarans, meðal annars vegna skrifa hans, „læka“ á Facebook og Twitter-færslna.
Ekki er hægt að kæra úrskurð til héraðsdóms þar sem aðalmeðferð málsins er lokið og það hefur verið dómtekið. Kveða á upp dóm á föstudaginn en Hreiðar getur þá farið fram á ómerkingu þess dóms ef hann áfrýjar til Hæstaréttar, á þeim grundvelli að Ásgeir Brynjar hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu í héraði.
Hæstiréttur ómerkti fyrr á þessu ári dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Aurum-málinu svokallaða. Með ómerkingunni féllst Hæstiréttur á kröfu ákæruvaldsins um að sérfróður meðdómari í málinu, Sverrir Ólafsson, hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna ummæla sem hann lét falla um sérstakan saksóknara eftir að dómur féll.
Marple-málið: Kröfu Hreiðars um að dómarinn víki hafnað

Tengdar fréttir

Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti
Kveða á upp dóm á föstudaginn.

„Fráleitt að halda því fram að dómarinn haldi að ákærði sé bófi“
Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag um kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, sakbornings í Marple-málinu og fyrrverandi forstjóra Kaupþings, þess efnis að sérfróði meðdómandinn Ásgeir Brynjar Torfason víki sæti.

Vill að dómarinn víki vegna nafnlausra skrifa, "læka“ á Facebook og Twitter-færslna
Aðalmeðferð er lokið í Marple-málinu og kveða á upp dóm á föstudag. Hreiðar Már Sigurðsson vill hins vegar að einn dómari víki sæti.