Arion seldi fyrir 6,7 milljarða króna Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. október 2015 09:56 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir kaupum á hlutabréfum Arion banka í Símanum fyrir samtals um 33 milljarða króna og er niðurstaða bankans að selja um 4.600 þeirra samtals 21% hlut fyrir um 6,7 milljarða króna. Vegið meðalgengi í þeim viðskiptum er 3,33 krónur á hlut og er markaðsvirði alls hlutafjár í Símanum um 32 milljarðar króna miðað við þá niðurstöðu útboðsins. Fimm prósent hlutafjár verða seld á genginu 3,1 krónur á hlut í tilboðsbók A (þar sem mögulegt verðbil var 2,7-3,1) og 16% seld á genginu 3,4 krónur á hlut í tilboðsbók B (þar sem lágmarksgengi var 2,7). Fjárfestar í tilboðsbók A fá úthlutað að hámarki um 340 þúsund krónum að kaupverði og verða lægri áskriftir ekki skertar. Áskriftir sem bárust á verði yfir genginu 3,4 krónur á hlut í tilboðsbók B verða óskertar en áskriftir sem bárust á því gengi verða skornar niður hlutfallslega og nemur heildarskerðing þeirra um 300 milljónum króna. Fjárfestum verða sendar upplýsingar um úthlutun ásamt greiðslufyrirmælum eftir að Nasdaq Iceland hefur staðfest að hlutir í Símanum hf. verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. „Skráning Símans á Aðalmarkað Kauphallarinnar er mikilvægt skref fyrir félagið, starfsfólk og hluthafa, en ekki síður viðskiptavini sem eiga sinn þátt í því hvernig fyrirtækið þróast á hörðum samkeppnismarkaði. Við hjá Símanum hlökkum til að takast á við framtíðina í skráðu félagi og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í hópinn,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, í tilkynningu. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Tæplega 5.000 fjárfestar óskuðu eftir kaupum á hlutabréfum Arion banka í Símanum fyrir samtals um 33 milljarða króna og er niðurstaða bankans að selja um 4.600 þeirra samtals 21% hlut fyrir um 6,7 milljarða króna. Vegið meðalgengi í þeim viðskiptum er 3,33 krónur á hlut og er markaðsvirði alls hlutafjár í Símanum um 32 milljarðar króna miðað við þá niðurstöðu útboðsins. Fimm prósent hlutafjár verða seld á genginu 3,1 krónur á hlut í tilboðsbók A (þar sem mögulegt verðbil var 2,7-3,1) og 16% seld á genginu 3,4 krónur á hlut í tilboðsbók B (þar sem lágmarksgengi var 2,7). Fjárfestar í tilboðsbók A fá úthlutað að hámarki um 340 þúsund krónum að kaupverði og verða lægri áskriftir ekki skertar. Áskriftir sem bárust á verði yfir genginu 3,4 krónur á hlut í tilboðsbók B verða óskertar en áskriftir sem bárust á því gengi verða skornar niður hlutfallslega og nemur heildarskerðing þeirra um 300 milljónum króna. Fjárfestum verða sendar upplýsingar um úthlutun ásamt greiðslufyrirmælum eftir að Nasdaq Iceland hefur staðfest að hlutir í Símanum hf. verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. „Skráning Símans á Aðalmarkað Kauphallarinnar er mikilvægt skref fyrir félagið, starfsfólk og hluthafa, en ekki síður viðskiptavini sem eiga sinn þátt í því hvernig fyrirtækið þróast á hörðum samkeppnismarkaði. Við hjá Símanum hlökkum til að takast á við framtíðina í skráðu félagi og bjóðum nýja hluthafa hjartanlega velkomna í hópinn,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, í tilkynningu.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira