Arion banki kaupir Vörð Sæunn Gísladóttir skrifar 8. október 2015 16:45 Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga hf. Vísir/Völundur Arion Banki hefur keypt 51% hlut BankNordik í Verði tryggingarfélagi. Eins og áður hefur verið greint frá, hefur eigandi Varðar trygginga, færeyski bankinn BankNordik, markað sér þá stefnu að takmarka umsvif sín utan Færeyja við bankastarfsemi. Í tengslum við þá stefnumörkun var greint frá því að hlutabréf bankans í Verði yrðu seld, segir í tilkynningu. Á síðustu vikum hefur BankNordik átt í viðræðum við Arion banka um kaup hins síðarnefnda á Verði. Viðræðum er nú lokið en fyrr í dag gengu þessir aðilar frá skilyrtum kaupsamningi sín á milli. Arion banki kaupir nú 51% hlut í Verði en þar sem hömlur eru á viðskiptum með eftirstandandi hluti hafa aðilar ákveðið að gefa út kaup- og sölurétt á útistandandi hlutum sem heimila Arion banka að festa kaup á hlutunum þegar hömlunum hefur verið lyft, eigi síðar en á árinu 2017. Verðmæti félagsins er í viðskiptunum í heild sinni metið á 37.300.000 evrur, 51% hlutur BankNordik er því metinn á 2,7 milljarða króna. Arion banki hefur hug á að efla enn frekar vöxt og þróun Varðar á íslenskum tryggingamarkaði, bæði hvað varðar viðskipti við einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Engar verulegar breytingar eru fyrirsjáanlegar á daglegum rekstri og breytt eignarhald ætti ekki að hafa áhrif á viðskiptavini félagsins. „Vörður hefur verið hluti af samstæðu BankNordik síðan 2009 og á því tímabili hefur félagið aukið markaðshlutdeild sína verulega og bætt arðsemi. Við erum að selja mun sterkara félag en við keyptum árið 2009 og ég er handviss um að Arion banki muni halda áfram að styðja við þessa jákvæðu þróun” segir forstjóri BankNordik Árni Ellefsen í tilkynningu. „Það er okkur mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Það gerum við gegnum Arion banka sem og dótturfélög bankans. Samspil banka- og tryggingaþjónustu er vel þekkt víða um heim og ekki síst á Norðurlöndum. Tryggingar eru, og hafa verið, mikilvægur þáttur í okkar kjarnastarfsemi og með kaupunum á Verði erum við að bæta skaðatryggingum við þjónustuframboð bankans. Vörður er öflugt og vaxandi fyrirtæki með sterkt vörumerki sem við höfum hug á að efla enn frekar í framtíðinni” segir bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki viðkomandi yfirvalda og er gert ráð fyrir að salan á 51% verði fullfrágengin innan fárra mánaða. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Arion Banki hefur keypt 51% hlut BankNordik í Verði tryggingarfélagi. Eins og áður hefur verið greint frá, hefur eigandi Varðar trygginga, færeyski bankinn BankNordik, markað sér þá stefnu að takmarka umsvif sín utan Færeyja við bankastarfsemi. Í tengslum við þá stefnumörkun var greint frá því að hlutabréf bankans í Verði yrðu seld, segir í tilkynningu. Á síðustu vikum hefur BankNordik átt í viðræðum við Arion banka um kaup hins síðarnefnda á Verði. Viðræðum er nú lokið en fyrr í dag gengu þessir aðilar frá skilyrtum kaupsamningi sín á milli. Arion banki kaupir nú 51% hlut í Verði en þar sem hömlur eru á viðskiptum með eftirstandandi hluti hafa aðilar ákveðið að gefa út kaup- og sölurétt á útistandandi hlutum sem heimila Arion banka að festa kaup á hlutunum þegar hömlunum hefur verið lyft, eigi síðar en á árinu 2017. Verðmæti félagsins er í viðskiptunum í heild sinni metið á 37.300.000 evrur, 51% hlutur BankNordik er því metinn á 2,7 milljarða króna. Arion banki hefur hug á að efla enn frekar vöxt og þróun Varðar á íslenskum tryggingamarkaði, bæði hvað varðar viðskipti við einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Engar verulegar breytingar eru fyrirsjáanlegar á daglegum rekstri og breytt eignarhald ætti ekki að hafa áhrif á viðskiptavini félagsins. „Vörður hefur verið hluti af samstæðu BankNordik síðan 2009 og á því tímabili hefur félagið aukið markaðshlutdeild sína verulega og bætt arðsemi. Við erum að selja mun sterkara félag en við keyptum árið 2009 og ég er handviss um að Arion banki muni halda áfram að styðja við þessa jákvæðu þróun” segir forstjóri BankNordik Árni Ellefsen í tilkynningu. „Það er okkur mikilvægt að geta boðið viðskiptavinum okkar alhliða fjármálaþjónustu. Það gerum við gegnum Arion banka sem og dótturfélög bankans. Samspil banka- og tryggingaþjónustu er vel þekkt víða um heim og ekki síst á Norðurlöndum. Tryggingar eru, og hafa verið, mikilvægur þáttur í okkar kjarnastarfsemi og með kaupunum á Verði erum við að bæta skaðatryggingum við þjónustuframboð bankans. Vörður er öflugt og vaxandi fyrirtæki með sterkt vörumerki sem við höfum hug á að efla enn frekar í framtíðinni” segir bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki viðkomandi yfirvalda og er gert ráð fyrir að salan á 51% verði fullfrágengin innan fárra mánaða.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira