Svampgryfjan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. september 2015 07:00 Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra. En gjammið í Útvarpi Sögu þagnar ekki og samfélagið ætlast til þess að ég haf skoðun á öllu. Lars Lagerbäck yrði reyndar fínn forseti, held ég, en ég er samt uppgefinn á skoðunum. Þær eru í kommentakerfunum, á kaffistofunni og í útvarpinu. Daginn út og inn. Hvergi flóarfriður. Nema á FM 87,7. „Ahh, gamla, góða Rondó,“ hugsa ég og finn hvernig það losnar um streituhnútinn í öxlunum. Rondó er best geymda leyndarmál ljósvakamiðlanna. Þetta er útvarpsstöð á vegum RÚV sem mér skilst að sé bara rykfallin fartölva í skáp í Efstaleitinu. Hún er þarna næstum alveg fremst á FM–kvarðanum, langt frá dægurþrasi og átótjúnuðu óþverrapoppi. Og henni er alveg sama hvort ég treysti múslimum eða ekki. Hún spilar bara sínar sinfóníur, óperur og djass. Ekkert blaðrandi fólk að skemma fyrir. Ef Útvarp Saga er naglarúm íslensks útvarps er Rondó dúnmjúka svampgryfjan. „Hvernig nennirðu að hlusta á þetta?,“ spyrja margir og halda eflaust að ég hafi gríðarlega mikið vit á klassískri tónlist. Það hef ég hins vegar alls ekki. Og ég hugsa að það sama megi segja um marga af þessu 0,1% okkar sem hlusta á Rondó. Þetta er bara okkar leynilegi griðastaður á stuttbylgjunni á meðan allir hinir eru enn þá háðir áreiti og kvabbi. En það fer ekkert verr um okkur þótt fleiri hlusti, síður en svo. Reyndar trúi ég því að Ísland yrði töluvert betri staður að búa á ef fleiri skiptu af Útvarpi Sögu og kæmu yfir í djasspartíið með okkur örfáu Rondó-hræðunum. Já, það er pláss fyrir alla á FM 87,7. Líka múslima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra. En gjammið í Útvarpi Sögu þagnar ekki og samfélagið ætlast til þess að ég haf skoðun á öllu. Lars Lagerbäck yrði reyndar fínn forseti, held ég, en ég er samt uppgefinn á skoðunum. Þær eru í kommentakerfunum, á kaffistofunni og í útvarpinu. Daginn út og inn. Hvergi flóarfriður. Nema á FM 87,7. „Ahh, gamla, góða Rondó,“ hugsa ég og finn hvernig það losnar um streituhnútinn í öxlunum. Rondó er best geymda leyndarmál ljósvakamiðlanna. Þetta er útvarpsstöð á vegum RÚV sem mér skilst að sé bara rykfallin fartölva í skáp í Efstaleitinu. Hún er þarna næstum alveg fremst á FM–kvarðanum, langt frá dægurþrasi og átótjúnuðu óþverrapoppi. Og henni er alveg sama hvort ég treysti múslimum eða ekki. Hún spilar bara sínar sinfóníur, óperur og djass. Ekkert blaðrandi fólk að skemma fyrir. Ef Útvarp Saga er naglarúm íslensks útvarps er Rondó dúnmjúka svampgryfjan. „Hvernig nennirðu að hlusta á þetta?,“ spyrja margir og halda eflaust að ég hafi gríðarlega mikið vit á klassískri tónlist. Það hef ég hins vegar alls ekki. Og ég hugsa að það sama megi segja um marga af þessu 0,1% okkar sem hlusta á Rondó. Þetta er bara okkar leynilegi griðastaður á stuttbylgjunni á meðan allir hinir eru enn þá háðir áreiti og kvabbi. En það fer ekkert verr um okkur þótt fleiri hlusti, síður en svo. Reyndar trúi ég því að Ísland yrði töluvert betri staður að búa á ef fleiri skiptu af Útvarpi Sögu og kæmu yfir í djasspartíið með okkur örfáu Rondó-hræðunum. Já, það er pláss fyrir alla á FM 87,7. Líka múslima.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun