Magic og Jordan í draumaliði Shaq en enginn Kobe Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 07:45 Kobe Bryant og Shaq unnu þrjá titla saman með Lakers en voru engir vinir. vísir/getty Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira