Sjálfsvígsforvarnir eru aðkallandi Gunnar Árnason skrifar 10. september 2015 09:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert 10. september að alþjóðlegum sjálfsvígsforvarnardegi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar, Preventing Suicide (2014), kemur fram að það sé forgangsverkefni að draga úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu um 10 prósent fyrir árið 2020. Á Íslandi falla árlega 35-40 manns fyrir eigin hendi eða tvöfalt fleiri en deyja í bílslysum. Síðustu ár hafa sex unglingar og ungar manneskjur dáið árlega vegna sjálfsvíga. Mikil þörf er því á að setja þennan málaflokk í forgang. Mörg lönd í kringum okkur hafa sett fram þjóðaráætlun til að vinna eftir í sjálfsvígsforvörnum. Engin slík áætlun er hins vegar til á Íslandi. Einnig er til í mörgum nágrannalöndum heildstæð forvarnaráætlun fyrir skóla í þessum málaflokki. En hún er ekki heldur til staðar á Íslandi. Hins vegar hafa Íslendingar staðið sig afar vel í vímuefnaforvörnum síðustu árin, sem sérstaklega hefur verið beint að ungmennum. Einnig höfum við náð miklum árangri í umferðaröryggi, þökk sé mikilli forvarnarvinnu. Leggja þarf mun meiri vinnu í sjálfsvígsforvarnir á Íslandi en þegar er gert. Frekar fátítt er að börn fremji sjálfsvíg, en greinileg aukning verður á tíðni sjálfsvíga eftir því sem líður á unglingsárin og þegar ungmenni fara í framhaldsskóla. Það er skoðun mín að framhaldsskólar skipi stórt hlutverk í því að koma í veg fyrir ótímabæran dauða vegna sjálfsvíga. Langflest íslensk ungmenni hefja framhaldsskólanám og því ætti að vera ljóst að skólinn er mikilvægur vettvangur fyrir sjálfsvígsforvarnir.Ráðaleysi Í starfi mínu sem framhaldsskólakennari í hartnær tuttugu ár hef ég séð marga nemendur hverfa frá námi vegna ýmissa geðrænna vandamála. Nokkrir þeirra höfðu verið þunglyndir og að auki sýnt augljósa sjálfsvígshegðun. Tveir nemendur mínir hafa fallið fyrir eigin hendi. Einnig hef ég um miðja nótt fengið neyðarkall – símtal frá nemanda sem hafði tekið inn ofskammt af lyfjum og bað mig um að keyra sig á slysavarðstofuna. Frammi fyrir þessari reynslu, sem aldrei mun hverfa mér úr minni, upplifði ég mikið varnarleysi, þar sem skólinn sem ég kenndi við hafði ekki sérstaka sjálfsvígsforvarnaráætlun. Almennt virðist ráðaleysi einkenna viðbrögð skólayfirvalda við þeim samfélagsvanda sem sjálfsvíg ungmenna eru og það er reynsla mín að kennarar ræða þetta ekki mikið sín í milli. Sjálfsvíg er þegar einstaklingur bindur sjálfviljugur enda á líf sitt. Meðal fræðimanna hafa komið upp tillögur um að hafa sjálfsvíg sem sérstakan flokk í geðgreiningarkerfum, aðrir segja að sjálfsvíg sé ekki geðröskun þótt það geti haft svipaða orsakaþætti og ákveðnir geðsjúkdómar. Sjálfsvígstengdar hugsanir og atferli sem ekki leiðir til dauða kallast sjálfsvígshegðun og er síðan skipt upp í þrjá þætti. Sjálfsvígshugmyndir vísa til hugsana sem gætu leitt til þess að einstaklingur fyrirfari sér. Í sjálfsvígsáætlunum hefur manneskjan skipulagt ákveðnar aðferðir til að svipta sig lífi. Með sjálfsvígstilraunum er átt við að einstaklingurinn framkvæmi sjálfsskaðandi hegðun sem felur í sér ákveðna löngun til að falla fyrir eigin hendi. Með hugtakinu sjálfsvígshegðun er ekki verið að vísa til einstakrar hegðunar, heldur ákveðins ferlis sem nær yfir langan tíma. Flestir rannsakendur greina sjálfsvígshegðun frá sjálfsskaðandi hegðun þar sem ekki er ætlun einstaklingsins að enda líf sitt. Sjálfsvígshegðun er talin vera eitt helsta lýðheilsuvandamál ungs fólks og því er mikilvægt að vinna gegn því. Þar getum við nýtt okkur þær forvarnaráætlanir sem þegar hafa verið unnar í nágrannalöndum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert 10. september að alþjóðlegum sjálfsvígsforvarnardegi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar, Preventing Suicide (2014), kemur fram að það sé forgangsverkefni að draga úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu um 10 prósent fyrir árið 2020. Á Íslandi falla árlega 35-40 manns fyrir eigin hendi eða tvöfalt fleiri en deyja í bílslysum. Síðustu ár hafa sex unglingar og ungar manneskjur dáið árlega vegna sjálfsvíga. Mikil þörf er því á að setja þennan málaflokk í forgang. Mörg lönd í kringum okkur hafa sett fram þjóðaráætlun til að vinna eftir í sjálfsvígsforvörnum. Engin slík áætlun er hins vegar til á Íslandi. Einnig er til í mörgum nágrannalöndum heildstæð forvarnaráætlun fyrir skóla í þessum málaflokki. En hún er ekki heldur til staðar á Íslandi. Hins vegar hafa Íslendingar staðið sig afar vel í vímuefnaforvörnum síðustu árin, sem sérstaklega hefur verið beint að ungmennum. Einnig höfum við náð miklum árangri í umferðaröryggi, þökk sé mikilli forvarnarvinnu. Leggja þarf mun meiri vinnu í sjálfsvígsforvarnir á Íslandi en þegar er gert. Frekar fátítt er að börn fremji sjálfsvíg, en greinileg aukning verður á tíðni sjálfsvíga eftir því sem líður á unglingsárin og þegar ungmenni fara í framhaldsskóla. Það er skoðun mín að framhaldsskólar skipi stórt hlutverk í því að koma í veg fyrir ótímabæran dauða vegna sjálfsvíga. Langflest íslensk ungmenni hefja framhaldsskólanám og því ætti að vera ljóst að skólinn er mikilvægur vettvangur fyrir sjálfsvígsforvarnir.Ráðaleysi Í starfi mínu sem framhaldsskólakennari í hartnær tuttugu ár hef ég séð marga nemendur hverfa frá námi vegna ýmissa geðrænna vandamála. Nokkrir þeirra höfðu verið þunglyndir og að auki sýnt augljósa sjálfsvígshegðun. Tveir nemendur mínir hafa fallið fyrir eigin hendi. Einnig hef ég um miðja nótt fengið neyðarkall – símtal frá nemanda sem hafði tekið inn ofskammt af lyfjum og bað mig um að keyra sig á slysavarðstofuna. Frammi fyrir þessari reynslu, sem aldrei mun hverfa mér úr minni, upplifði ég mikið varnarleysi, þar sem skólinn sem ég kenndi við hafði ekki sérstaka sjálfsvígsforvarnaráætlun. Almennt virðist ráðaleysi einkenna viðbrögð skólayfirvalda við þeim samfélagsvanda sem sjálfsvíg ungmenna eru og það er reynsla mín að kennarar ræða þetta ekki mikið sín í milli. Sjálfsvíg er þegar einstaklingur bindur sjálfviljugur enda á líf sitt. Meðal fræðimanna hafa komið upp tillögur um að hafa sjálfsvíg sem sérstakan flokk í geðgreiningarkerfum, aðrir segja að sjálfsvíg sé ekki geðröskun þótt það geti haft svipaða orsakaþætti og ákveðnir geðsjúkdómar. Sjálfsvígstengdar hugsanir og atferli sem ekki leiðir til dauða kallast sjálfsvígshegðun og er síðan skipt upp í þrjá þætti. Sjálfsvígshugmyndir vísa til hugsana sem gætu leitt til þess að einstaklingur fyrirfari sér. Í sjálfsvígsáætlunum hefur manneskjan skipulagt ákveðnar aðferðir til að svipta sig lífi. Með sjálfsvígstilraunum er átt við að einstaklingurinn framkvæmi sjálfsskaðandi hegðun sem felur í sér ákveðna löngun til að falla fyrir eigin hendi. Með hugtakinu sjálfsvígshegðun er ekki verið að vísa til einstakrar hegðunar, heldur ákveðins ferlis sem nær yfir langan tíma. Flestir rannsakendur greina sjálfsvígshegðun frá sjálfsskaðandi hegðun þar sem ekki er ætlun einstaklingsins að enda líf sitt. Sjálfsvígshegðun er talin vera eitt helsta lýðheilsuvandamál ungs fólks og því er mikilvægt að vinna gegn því. Þar getum við nýtt okkur þær forvarnaráætlanir sem þegar hafa verið unnar í nágrannalöndum okkar.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun