Hælisleitendur á Íslandi Gísli Hvanndal skrifar 11. september 2015 13:18 Hælisleitendur (umsækjendur um alþjóðlega vernd) á Íslandi eru þeir flóttamenn sem hafa gert sér sjálfir ferð til landsins, margir hverjir eftir endurtekinn flótta úr ömurlegum aðstæðum í öðrum ríkjum, innan og utan Evrópu, og bíða úrlausnar. Til aðgreiningar frá þeim flóttamönnum, sem hafa þegar fengið alþjóðlega vernd/stöðu flóttamanns á Íslandi, held ég mig við orðið hælisleitandi, enda staða þessara tveggja hópa gjörólík. Hælisleitendur eru líklegast mest undirskipaði hópur samfélagsins. Þeir fá yfirleitt ekki að vinna fyrir sér. Þeir fá hins vegar inneignarkort í Bónus og rúmar 10.000 krónur í vasapening á mánuði, sem margir neyðast til að eyða í notuð föt sem aðrir gáfu til góðs. Hælisleitendur fá ekki viðeigandi læknisþjónustu. Ýmislegt í fréttum hefur gefið til kynna að íslenska ríkinu sé mikið í mun um að skoða hælisleitendur í bak og fyrir til að geta tryggt sem mesta og besta heilbrigðisþjónustu. Góður vinur minn beið í þrjú ár eftir aðgerð vegna stungusárs á höfði sem vígasveitir Boko Haram veittu honum. Tveimur árum eftir komuna til landsins þurftu íslenskir læknar mannsins að þrýsta á trúnaðarlækni Útlendingastofnunar, sem að lokum gaf grænt ljós á að veita manninum viðeigandi læknisþjónustu og létta af honum þjáningum og hættu á blindu. Fram að því fórum við nokkrum sinnum saman í Útlendingastofnun þar sem okkur var nokkurn veginn vísað á dyr. Hælisleitendur fá ekki að læra of mikla íslensku. Flestir hælisleitendur sækja íslenskunámskeið og mæta upp á hvern einasta dag enda fátt annað að gera. Þeir telja sig styrkja stöðu sína og umsókn með náminu, sem hefur þó engin áhrif á umsóknarferlið. Þeir fá að taka ákveðinn hámarksfjölda námskeiða á önn en þurfa að borga sjálfir fyrir námskeið umfram þann fjölda. Þeir hælisleitendur, sem ég þekki, vilja vinna og sjá fyrir sér sjálfir. Flestir þeirra eru ungir menn sem aðeins biðja um að fá að taka þátt í samfélaginu, en eru dæmdir til að bíða í örvæntingu, oft eftir því einu að láta henda sér úr landi. Þrátt fyrir þessa ömurlegu meðferð eru þessir menn þó allir hinir ljúfustu og prúðustu; reyna margir að taka þátt í öllu því félagsstarfi sem býðst og biðja bænir til síns guðs. Flestir hafa hvergi kynnst eins friðsælu samfélagi og eygja von um örugga framtíð á Íslandi. Í staðinn fyrir alla þessa mótsagnakenndu þvælu væri einfaldlega hægt að veita hælisleitendum hæli eða dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Allir kostir væru betri en að láta þá berjast við vindmyllur íslenskrar útlendingalöggjafar, í sumum tilvikum allt þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm um brottflutning og íslenska ríkið hefur eytt meiri fjármunum í stríðið heldur en farsæl móttaka heillar fjölskyldu hefði kostað. Ítrekað sendum við fólk aftur til landa sem hafa margfalt meira á sinni könnu en Ísland nokkurn tímann – þar sem aðstæður hælisleitenda eru oft ömurlegar. Svo þykjumst við ábyrgur þátttakandi í alþjóðasamfélagi og styðjum stríðsrekstur í fjarlægum löndum. Nú ríður á að bjóða til landsins eins mörgum og við mögulega getum. Þann möguleika skulum við ekki miða við formúlur valdhafa, sem eiga tugi milljarða til handa fasteignaeigendum en ekki laun handa hjúkrunarfræðingum. Miðum fjöldann við mannúð og þá miklu neyð sem nú ríkir. Hættum að eyða fjármunum í lögregluaðgerðir og málarekstur fyrir dómstólum og verjum þeim frekar í velferðar- og heilbrigðiskerfi, sem nýtist öllum sem á Íslandi búa. Fjölmargir hafa gerst sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er frábært að einhver skuli hjálpa þeim sem yfirvöld undirskipa og útiloka frá samfélaginu. En langbest væri auðvitað að taka fólki opnum örmum og veita því aðgang að samfélaginu. Til þess þarf hugarfarsbreytingu og mikið átak í þessum málaflokki. Sýnum hjálparþurfi fólki, sem leitar til Íslands, virðingu, tryggjum því mannréttindi og auðgum samfélagið og okkur öll um leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hælisleitendur (umsækjendur um alþjóðlega vernd) á Íslandi eru þeir flóttamenn sem hafa gert sér sjálfir ferð til landsins, margir hverjir eftir endurtekinn flótta úr ömurlegum aðstæðum í öðrum ríkjum, innan og utan Evrópu, og bíða úrlausnar. Til aðgreiningar frá þeim flóttamönnum, sem hafa þegar fengið alþjóðlega vernd/stöðu flóttamanns á Íslandi, held ég mig við orðið hælisleitandi, enda staða þessara tveggja hópa gjörólík. Hælisleitendur eru líklegast mest undirskipaði hópur samfélagsins. Þeir fá yfirleitt ekki að vinna fyrir sér. Þeir fá hins vegar inneignarkort í Bónus og rúmar 10.000 krónur í vasapening á mánuði, sem margir neyðast til að eyða í notuð föt sem aðrir gáfu til góðs. Hælisleitendur fá ekki viðeigandi læknisþjónustu. Ýmislegt í fréttum hefur gefið til kynna að íslenska ríkinu sé mikið í mun um að skoða hælisleitendur í bak og fyrir til að geta tryggt sem mesta og besta heilbrigðisþjónustu. Góður vinur minn beið í þrjú ár eftir aðgerð vegna stungusárs á höfði sem vígasveitir Boko Haram veittu honum. Tveimur árum eftir komuna til landsins þurftu íslenskir læknar mannsins að þrýsta á trúnaðarlækni Útlendingastofnunar, sem að lokum gaf grænt ljós á að veita manninum viðeigandi læknisþjónustu og létta af honum þjáningum og hættu á blindu. Fram að því fórum við nokkrum sinnum saman í Útlendingastofnun þar sem okkur var nokkurn veginn vísað á dyr. Hælisleitendur fá ekki að læra of mikla íslensku. Flestir hælisleitendur sækja íslenskunámskeið og mæta upp á hvern einasta dag enda fátt annað að gera. Þeir telja sig styrkja stöðu sína og umsókn með náminu, sem hefur þó engin áhrif á umsóknarferlið. Þeir fá að taka ákveðinn hámarksfjölda námskeiða á önn en þurfa að borga sjálfir fyrir námskeið umfram þann fjölda. Þeir hælisleitendur, sem ég þekki, vilja vinna og sjá fyrir sér sjálfir. Flestir þeirra eru ungir menn sem aðeins biðja um að fá að taka þátt í samfélaginu, en eru dæmdir til að bíða í örvæntingu, oft eftir því einu að láta henda sér úr landi. Þrátt fyrir þessa ömurlegu meðferð eru þessir menn þó allir hinir ljúfustu og prúðustu; reyna margir að taka þátt í öllu því félagsstarfi sem býðst og biðja bænir til síns guðs. Flestir hafa hvergi kynnst eins friðsælu samfélagi og eygja von um örugga framtíð á Íslandi. Í staðinn fyrir alla þessa mótsagnakenndu þvælu væri einfaldlega hægt að veita hælisleitendum hæli eða dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Allir kostir væru betri en að láta þá berjast við vindmyllur íslenskrar útlendingalöggjafar, í sumum tilvikum allt þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm um brottflutning og íslenska ríkið hefur eytt meiri fjármunum í stríðið heldur en farsæl móttaka heillar fjölskyldu hefði kostað. Ítrekað sendum við fólk aftur til landa sem hafa margfalt meira á sinni könnu en Ísland nokkurn tímann – þar sem aðstæður hælisleitenda eru oft ömurlegar. Svo þykjumst við ábyrgur þátttakandi í alþjóðasamfélagi og styðjum stríðsrekstur í fjarlægum löndum. Nú ríður á að bjóða til landsins eins mörgum og við mögulega getum. Þann möguleika skulum við ekki miða við formúlur valdhafa, sem eiga tugi milljarða til handa fasteignaeigendum en ekki laun handa hjúkrunarfræðingum. Miðum fjöldann við mannúð og þá miklu neyð sem nú ríkir. Hættum að eyða fjármunum í lögregluaðgerðir og málarekstur fyrir dómstólum og verjum þeim frekar í velferðar- og heilbrigðiskerfi, sem nýtist öllum sem á Íslandi búa. Fjölmargir hafa gerst sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er frábært að einhver skuli hjálpa þeim sem yfirvöld undirskipa og útiloka frá samfélaginu. En langbest væri auðvitað að taka fólki opnum örmum og veita því aðgang að samfélaginu. Til þess þarf hugarfarsbreytingu og mikið átak í þessum málaflokki. Sýnum hjálparþurfi fólki, sem leitar til Íslands, virðingu, tryggjum því mannréttindi og auðgum samfélagið og okkur öll um leið.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun