Viðskipti erlent

Nýr iPhone á leið að slá sölumet

Sæunn Gísladóttir skrifar
iPhone 6S er til í fleiri litategundum en fyrri útgáfur af iPhone.
iPhone 6S er til í fleiri litategundum en fyrri útgáfur af iPhone. Vísir/Getty
Forsala á nýjum iPhone hefur farið vel af stað og mun líklega slá sölumet síðasta árs þegar 10 milljón símar seldust fyrstu helgina. Þetta tilkynnt Apple fyrr í dag og við það hækkaði hlutabréfaverð félagsins um 2 prósent. 

Sérfræðingar áætla að 4,5 milljón manna hafi pantað síma í forsölunni fyrstu 24 tímana, samanborið við fjórar milljónir á síðasta ári. Apple hefur þó ekki sagt hve margir hafi pantað símann. Apple byrjaði að taka pöntunum á laugardaginn og munu fyrstu sendingar fara af stað 25. september næstkomandi.

Á síðasta ári var síminn að miklu leyti endurhannaður, breytingar á þessu ári hafa verið minniháttar í samanburði. Talið er að margir sem uppfærðu ekki símann sinn í fyrra munu þó bíta á agnið núna og kaupa sér iPhone 6S eða iPhone 6S Plus.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×