Góð viðbragðsáætlun er lykilatriði Bryndís Níelsen skrifar 16. september 2015 07:00 Almannatenglar eru sérfræðingar í samskiptum og ráðleggja fólki, fyrirtækjum og stofnunum hvernig best er að koma skilaboðum á framfæri til almennings og hagaðila. Einn angi af þeirri þjónustu er krísustjórnun.Fyrstu viðbrögð skipta öllu Áföll geta verið af ýmsum toga, hvort sem þau eru af völdum óhappa, mannlegra mistaka eða náttúruhamfara. Fagleg og fumlaus viðbrögð strax í upphafi skipta sköpum um farveg umræðunnar í kjölfarið en viðhorf almennings mótast að miklu leyti af fyrstu viðbrögðum þess sem í hlut á. Þögn, útúrsnúningur, önugheit eða misvísandi upplýsingar geta valdið skaða, jafnvel óbætanlegum.Viðbragðsáætlun er mikilvæg Enginn gulltryggir sig gegn óhöppum í lífinu en það er vissulega hægt að vera vel undirbúinn, með viðbragðsáætlun tiltæka. Í góðri viðbragðsáætlun er að finna ítarlegan lista yfir helstu ógnir eða hættur sem að steðja og hver viðbrögðin ættu að vera. Fámennt en öflugt áfallateymi kemur að mótun viðbragðsáætlunar, þekkir hana vel og tekur til starfa þegar krísur dynja yfir. Allar boðleiðir þurfa að vera skýrar og vel útfærðar, hvort sem þær tengjast upplýsingaflæði innanhúss eða út á við. Upplýsingaflæðið þarf að vera vel skipulagt og samræmt. Hvernig skal miðla upplýsingum? Eiga þær erindi við alla eða varða þær einungis fáa? Hver er talsmaður fyrirtækisins?Sannleikurinn er sagna bestur Talsmaður þarf að vera vanur því að koma fram í fjölmiðlum eða hafa hlotið leiðsögn til að takast á við það verkefni. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sagna bestur en hvernig á að koma honum á framfæri? Hvernig á að haga upplýsingum svo þær nái sem best til almennings eða hagaðila? Mörgum hættir til að fara í of nákvæmar lýsingar og ná ekki að skilja kjarnann frá hisminu. Fjölmiðlar hafa hvorki tíma né getu til að fjalla um málið í löngu máli en vilja fremur kjarngóð og meitluð skilaboð svo að fréttin og innihald hennar skili sér sem best til almennings.Ekki bíða eftir að sprengjan falli Sé niðurstaða greiningar sú að málið eigi erindi við almenning er ávallt best að hafa frumkvæði að því að upplýsa um málavexti. Slíkt stuðlar að trúverðugleika og trausti og gefur færi á að útskýra hvað hefur gerst og hvernig unnið sé að úrbótum. Þá borgar sig ekki að reyna að fela eða flýja vandann, „flótti“ skaðar viðkomandi fólk og fyrirtæki. Öllum geta orðið á mistök og þegar áföll dynja yfir er ekki öll nótt úti. Viðbrögð við áföllum geta á hinn bóginn skipt höfuðmáli í því hvort orðspor fyrirtækis, samtaka eða stofnana skaðist verulega til skemmri eða lengri tíma eða hvort takist að snúa vörn í sókn með skipulögðum viðbrögðum, heiðarlegum útskýringum og skýrum skilaboðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Almannatenglar eru sérfræðingar í samskiptum og ráðleggja fólki, fyrirtækjum og stofnunum hvernig best er að koma skilaboðum á framfæri til almennings og hagaðila. Einn angi af þeirri þjónustu er krísustjórnun.Fyrstu viðbrögð skipta öllu Áföll geta verið af ýmsum toga, hvort sem þau eru af völdum óhappa, mannlegra mistaka eða náttúruhamfara. Fagleg og fumlaus viðbrögð strax í upphafi skipta sköpum um farveg umræðunnar í kjölfarið en viðhorf almennings mótast að miklu leyti af fyrstu viðbrögðum þess sem í hlut á. Þögn, útúrsnúningur, önugheit eða misvísandi upplýsingar geta valdið skaða, jafnvel óbætanlegum.Viðbragðsáætlun er mikilvæg Enginn gulltryggir sig gegn óhöppum í lífinu en það er vissulega hægt að vera vel undirbúinn, með viðbragðsáætlun tiltæka. Í góðri viðbragðsáætlun er að finna ítarlegan lista yfir helstu ógnir eða hættur sem að steðja og hver viðbrögðin ættu að vera. Fámennt en öflugt áfallateymi kemur að mótun viðbragðsáætlunar, þekkir hana vel og tekur til starfa þegar krísur dynja yfir. Allar boðleiðir þurfa að vera skýrar og vel útfærðar, hvort sem þær tengjast upplýsingaflæði innanhúss eða út á við. Upplýsingaflæðið þarf að vera vel skipulagt og samræmt. Hvernig skal miðla upplýsingum? Eiga þær erindi við alla eða varða þær einungis fáa? Hver er talsmaður fyrirtækisins?Sannleikurinn er sagna bestur Talsmaður þarf að vera vanur því að koma fram í fjölmiðlum eða hafa hlotið leiðsögn til að takast á við það verkefni. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sagna bestur en hvernig á að koma honum á framfæri? Hvernig á að haga upplýsingum svo þær nái sem best til almennings eða hagaðila? Mörgum hættir til að fara í of nákvæmar lýsingar og ná ekki að skilja kjarnann frá hisminu. Fjölmiðlar hafa hvorki tíma né getu til að fjalla um málið í löngu máli en vilja fremur kjarngóð og meitluð skilaboð svo að fréttin og innihald hennar skili sér sem best til almennings.Ekki bíða eftir að sprengjan falli Sé niðurstaða greiningar sú að málið eigi erindi við almenning er ávallt best að hafa frumkvæði að því að upplýsa um málavexti. Slíkt stuðlar að trúverðugleika og trausti og gefur færi á að útskýra hvað hefur gerst og hvernig unnið sé að úrbótum. Þá borgar sig ekki að reyna að fela eða flýja vandann, „flótti“ skaðar viðkomandi fólk og fyrirtæki. Öllum geta orðið á mistök og þegar áföll dynja yfir er ekki öll nótt úti. Viðbrögð við áföllum geta á hinn bóginn skipt höfuðmáli í því hvort orðspor fyrirtækis, samtaka eða stofnana skaðist verulega til skemmri eða lengri tíma eða hvort takist að snúa vörn í sókn með skipulögðum viðbrögðum, heiðarlegum útskýringum og skýrum skilaboðum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun