Skoðun
Sigrún Jóhannsdóttir, talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri TMF Tölvumiðstöðvar

Tölvu- og tæknivæðing í skólum skilar árangri

Sigrún Jóhannsdóttir skrifar

Nýleg sænsk rannsókn sýnir að tölvu- og tæknivæðing í skólum skilar árangri.

Sænsk rannsókn sem gerð var í sænskum skólum leiddi í ljós að ef tækni er notuð markvisst í kennslufræðilegum tilgangi eins og gert er í ASL kennsluaðferðinni (iWTR) sem er kennsluaðferð í lestri fyrir yngsta stig grunnskóla, skilar hún góðum mælanlegum árangri. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að kennsluaðferðin (ASL) þar sem tölvur og spjöld eru notuð markvisst til að efla læsi skilaði einnig betri árangri í stærðfræði. Ástæðan er talin sú að nemendur skrifa á tölvu um allt það sem þau eru að læra í skólanum. Nemendur búa þannig til sín eigin stærðfræðidæmi, þá verður skilningur á námsefninu annar, dýpri og skemmtilegri! Stærðfræðin var skoðuð sérstaklega ásamt lestri nemenda í þriðja bekk. En ég tel ekki ólíklegt að þessi aðferð að skrifa læsilega og á þægilegan hátt í tölvu um allt það sem verið er að nema hverju sinni skili sama jákvæða árangrinum. Að setja eigin orð á allar innlagnir er frábær leið til að skilja og um leið með tækninni getað miðlað og vera í virku samspili við kennara og nemendur um námsefnið. Eins og þykir sjálfsagt í lífi og starfi í dag.

Skiptir sköpum hvernig tæknin er notuð.
Þetta sýnir okkur að það sem skiptir sköpum er hvernig tæknin er notuð. Að nota tækni markvisst í kennslufræðilegum tilgangi og kenna þannig nemendum að nýta sér tölvu og tækni sér til gagns og gleði skilar bæði betri árangri og undbýr nemendur fyrir lífið.  Gott vald á tækninni er þar algjör nauðsyn.

Upplýsingar um rannsóknina og ASL er að finna á síðu TMF.is undir Gagnlegt efni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Skoðun

27

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.