Isavia fær ekki flýtimeðferð í málinu gegn Kaffitár Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. september 2015 17:14 Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsóms þar sem dómurinn hafnaði því að veita Isavia flýtimeðferð gegn Kaffitári í málinu sem varðar gögn í forvali um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia krafðist þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi og taldi einn þriggja dómara vanhæfan vegna þess að dómstjóri við dómstólinn hafði verið talinn vanhæfur. Málið varðar höfnun Isavia á að veita Kaffitár gögn í keppninni „Commercial opportunities at Keflavík airport“ en samkeppnin var opinber og snerist um að vera veitt leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kaffitár fékk ekki leigurými og bað því um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og um að fá upplýsingar um aðra umsækjendur. Isavia hafnaði að veita Kaffitár gögnin og fór þá Kaffitár með málið fyrir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin féllst á með Kaffitári að Isavia bæri að afhenda gögnin. Þrátt fyrir þetta neitar Isavia að afhenda gögnin og höfðaði mál til ógildingar úrskurðarins og krafðist flýtimeðferðar. Eins og fyrr segir hefur því nú verið hafnað að málið fái flýtimeðferð. Hæstiréttur hafnaði því að dómarinn væri vanhæfur enda leiðir vanhæfi dómstjóra við dómstóla ekki til vanhæfis allra dómara. Hæstiréttur benti á að dómarar væru sjálfstæðir í störfum sínum, færu einungis eftir lögum og lytu þar aldrei boðvaldi annarra. Hæstiréttur taldi heldur ekki að brýn þörf væri á skjótri úrlausn málsins. Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsóms þar sem dómurinn hafnaði því að veita Isavia flýtimeðferð gegn Kaffitári í málinu sem varðar gögn í forvali um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia krafðist þess að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi og taldi einn þriggja dómara vanhæfan vegna þess að dómstjóri við dómstólinn hafði verið talinn vanhæfur. Málið varðar höfnun Isavia á að veita Kaffitár gögn í keppninni „Commercial opportunities at Keflavík airport“ en samkeppnin var opinber og snerist um að vera veitt leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kaffitár fékk ekki leigurými og bað því um rökstuðning fyrir ákvörðuninni og um að fá upplýsingar um aðra umsækjendur. Isavia hafnaði að veita Kaffitár gögnin og fór þá Kaffitár með málið fyrir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin féllst á með Kaffitári að Isavia bæri að afhenda gögnin. Þrátt fyrir þetta neitar Isavia að afhenda gögnin og höfðaði mál til ógildingar úrskurðarins og krafðist flýtimeðferðar. Eins og fyrr segir hefur því nú verið hafnað að málið fái flýtimeðferð. Hæstiréttur hafnaði því að dómarinn væri vanhæfur enda leiðir vanhæfi dómstjóra við dómstóla ekki til vanhæfis allra dómara. Hæstiréttur benti á að dómarar væru sjálfstæðir í störfum sínum, færu einungis eftir lögum og lytu þar aldrei boðvaldi annarra. Hæstiréttur taldi heldur ekki að brýn þörf væri á skjótri úrlausn málsins.
Tengdar fréttir Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53 ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Kaffitár bíður enn eftir gögnum frá Isavia: „Þeir verða að afhenda gögnin“ Isavia segist vera að skoða stöðu sína með lögmönnum. 12. ágúst 2015 16:53
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46