Opið bréf til landlæknis Rannveig Magnúsdóttir skrifar 3. september 2015 09:00 Við höfum gjarnan státað af góðri heilbrigðisþjónustu, en ekki lengur. Því miður. Ógnvekjandi fréttir berast af baráttu krabbameinssjúklinga í nýafstöðnu verkfalli, þar sem margir töluðu um heilagan verkfallsrétt í kjarabaráttu. Erfitt var að fá undanþágu í mörgum tilfellum. Hvað blasir nú við?Stríðir neitun ekki gegn læknaeiðnum?Neitun lyfja og meðferðar sem lækna og geta veitt öfluga mótspyrnu og haldið mörgum sjúkdómum niðri, auk þess að lina þjáningar þessa fólks, hlýtur að vera andstætt öllu velsæmi hjá siðmenntaðri þjóð. Þar með eru læknar neyddir til óhæfuverka, sem stríðir gegn þeim eið sem þeim sóru um að beita gagnreyndum og viðurkenndum úrræðum og sker oft á milli lífs og dauða. Til að mynda fyrir þá sem sýkst hafa af lifrarbólgu C líkt og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs Landspítalans, lýsti í Morgunblaðinu þann 21. júlí sl. Þar leggur hann áherslu á að hjá læknum eigi allir sjúklingar sama rétt á viðurkenndum meðferðarúrræðum, sem ekki stenst með notkun eldri lyfja í skjóli fjárskorts. Ætla læknar að sætta sig við slíkt ástand?Ríkir siðblinda í forgangsröðun fjárlaga?Enginn þingflokkanna hefur haft burði til að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni. Reynir benti réttilega á vanáætlaðar fjárheimildir. Ekki virðist Lyfjagreiðslunefnd né Sjúkratryggingar Íslands heldur gera sér grein fyrir afleiðingum þessarar neitunar, sem munu kosta mannslíf og þjáningu ef ekki verður breyting á. Hér blasir við alger siðblinda hjá þeim sem neitunarvaldið hafa og valda ekki valdinu.Verkfallsrétturinn heilagri en mannslíf?Augljóst er að þörf er á að heilbrigðisþjónustan hafi forgang umfram allt annað í kerfinu. Þetta veika fólk sem fær neitun á nauðsynlegri meðferð er undir í baráttunni við að fá að halda lífi. Er hinn heilagi verksfallsréttur hærra metinn en mannslífin á Íslandi? Hvar er samkenndin og mennskan?Hver ber ábyrgð?Hver ber ábyrgð á því að ekki var undanþága veitt á heilbrigðisþjónustunni strax í upphafi verkfallsins til þess að hlífa fárveiku fólki við frekari þjáningum en það ekki notað sem bitbein í kjarabaráttu? Jú, það er hugsjónafólkið sem situr á Alþingi og lætur gott af sér leiða. Mörg önnur dæmi finnast í heilbrigðiskerfinu, eins og á augndeild Landspítalans sem hefur fengið neitun á nýtt lyf gegn blautbotnahrörnun, sem er mun öflugra en það lyf sem er í boði í dag og mun sjaldnar gefið. Hefur verið tekin kostnaðarúttekt á notkun þessara tveggja lyfja? Því hver inndæling lyfs kostar sitt og hlýtur fækkun inndælinga að lækka kostnaðinn til muna. Því má búast við að margir missi sjónina alveg. Hvort skyldi vera hagstæðara fyrir þjóðfélagið? Hver vill bera ábyrgð á að hópur fólks missi sjónina?Ferðaflandur og lúxusdrossíur ráðamanna í stað lækningar?Það er hart að eiga það undir pólitíkusunum hvort þú færð að halda sjóninni eða ekki. Mætti ekki stoppa þetta óskiljanlega ferðaflandur hugsjónafólksins á þingi, sem telja 63 stk., sem er sami fjöldi og var lengi vel hjá heimsálfunni Ástralíu? Fáránlegur fjöldi þingmanna hjá smáþjóð eins og okkur. Eins væri hægt að neita ráðherrum um lúxusdrossíurnar sem kosta tugi milljóna.Ætli ráðamenn sætti sig við næstbestu lyfin sjálfir?Ég bíð spennt eftir allsherjar uppstokkun á handónýtu og spilltu kerfi en þó öðru en alþjóðastjórnleysingjum í Pírötum, sem mér hugnast engan veginn til bjargar okkur Íslendingum. Vel skiljanlegt að fólk skuli flýja land í stórum stíl, í von um betra líf. Hagkerfið virðist þó enn þá blómstra, sem aldrei fyrr, bankaræningjum í vil. Um leið og ójöfnuðurinn eykst hröðum skrefum í þjóðfélaginu, sem er orðið algert siðleysi. Hvernig lyfjameðferð skyldi svo þessi hópur fá, ef þeir þyrftu á því að halda? Mundu þeir fá NÆSTBESTA lyfið SJÁLFIR? Þarf ekki að endurskoða forsendur Lyfjagreiðslunefndar og Sjúkratrygginga Íslands? Afleiðingin mun kosta mörg mannslíf og aukinn kostnað fyrir utan þjáninguna, ef ekki verður breyting á. Hvað finnst landlækni um þetta mál? Svar óskast á sama vettvangi og leiðrétting ef rangt er farið með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Við höfum gjarnan státað af góðri heilbrigðisþjónustu, en ekki lengur. Því miður. Ógnvekjandi fréttir berast af baráttu krabbameinssjúklinga í nýafstöðnu verkfalli, þar sem margir töluðu um heilagan verkfallsrétt í kjarabaráttu. Erfitt var að fá undanþágu í mörgum tilfellum. Hvað blasir nú við?Stríðir neitun ekki gegn læknaeiðnum?Neitun lyfja og meðferðar sem lækna og geta veitt öfluga mótspyrnu og haldið mörgum sjúkdómum niðri, auk þess að lina þjáningar þessa fólks, hlýtur að vera andstætt öllu velsæmi hjá siðmenntaðri þjóð. Þar með eru læknar neyddir til óhæfuverka, sem stríðir gegn þeim eið sem þeim sóru um að beita gagnreyndum og viðurkenndum úrræðum og sker oft á milli lífs og dauða. Til að mynda fyrir þá sem sýkst hafa af lifrarbólgu C líkt og Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs Landspítalans, lýsti í Morgunblaðinu þann 21. júlí sl. Þar leggur hann áherslu á að hjá læknum eigi allir sjúklingar sama rétt á viðurkenndum meðferðarúrræðum, sem ekki stenst með notkun eldri lyfja í skjóli fjárskorts. Ætla læknar að sætta sig við slíkt ástand?Ríkir siðblinda í forgangsröðun fjárlaga?Enginn þingflokkanna hefur haft burði til að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni. Reynir benti réttilega á vanáætlaðar fjárheimildir. Ekki virðist Lyfjagreiðslunefnd né Sjúkratryggingar Íslands heldur gera sér grein fyrir afleiðingum þessarar neitunar, sem munu kosta mannslíf og þjáningu ef ekki verður breyting á. Hér blasir við alger siðblinda hjá þeim sem neitunarvaldið hafa og valda ekki valdinu.Verkfallsrétturinn heilagri en mannslíf?Augljóst er að þörf er á að heilbrigðisþjónustan hafi forgang umfram allt annað í kerfinu. Þetta veika fólk sem fær neitun á nauðsynlegri meðferð er undir í baráttunni við að fá að halda lífi. Er hinn heilagi verksfallsréttur hærra metinn en mannslífin á Íslandi? Hvar er samkenndin og mennskan?Hver ber ábyrgð?Hver ber ábyrgð á því að ekki var undanþága veitt á heilbrigðisþjónustunni strax í upphafi verkfallsins til þess að hlífa fárveiku fólki við frekari þjáningum en það ekki notað sem bitbein í kjarabaráttu? Jú, það er hugsjónafólkið sem situr á Alþingi og lætur gott af sér leiða. Mörg önnur dæmi finnast í heilbrigðiskerfinu, eins og á augndeild Landspítalans sem hefur fengið neitun á nýtt lyf gegn blautbotnahrörnun, sem er mun öflugra en það lyf sem er í boði í dag og mun sjaldnar gefið. Hefur verið tekin kostnaðarúttekt á notkun þessara tveggja lyfja? Því hver inndæling lyfs kostar sitt og hlýtur fækkun inndælinga að lækka kostnaðinn til muna. Því má búast við að margir missi sjónina alveg. Hvort skyldi vera hagstæðara fyrir þjóðfélagið? Hver vill bera ábyrgð á að hópur fólks missi sjónina?Ferðaflandur og lúxusdrossíur ráðamanna í stað lækningar?Það er hart að eiga það undir pólitíkusunum hvort þú færð að halda sjóninni eða ekki. Mætti ekki stoppa þetta óskiljanlega ferðaflandur hugsjónafólksins á þingi, sem telja 63 stk., sem er sami fjöldi og var lengi vel hjá heimsálfunni Ástralíu? Fáránlegur fjöldi þingmanna hjá smáþjóð eins og okkur. Eins væri hægt að neita ráðherrum um lúxusdrossíurnar sem kosta tugi milljóna.Ætli ráðamenn sætti sig við næstbestu lyfin sjálfir?Ég bíð spennt eftir allsherjar uppstokkun á handónýtu og spilltu kerfi en þó öðru en alþjóðastjórnleysingjum í Pírötum, sem mér hugnast engan veginn til bjargar okkur Íslendingum. Vel skiljanlegt að fólk skuli flýja land í stórum stíl, í von um betra líf. Hagkerfið virðist þó enn þá blómstra, sem aldrei fyrr, bankaræningjum í vil. Um leið og ójöfnuðurinn eykst hröðum skrefum í þjóðfélaginu, sem er orðið algert siðleysi. Hvernig lyfjameðferð skyldi svo þessi hópur fá, ef þeir þyrftu á því að halda? Mundu þeir fá NÆSTBESTA lyfið SJÁLFIR? Þarf ekki að endurskoða forsendur Lyfjagreiðslunefndar og Sjúkratrygginga Íslands? Afleiðingin mun kosta mörg mannslíf og aukinn kostnað fyrir utan þjáninguna, ef ekki verður breyting á. Hvað finnst landlækni um þetta mál? Svar óskast á sama vettvangi og leiðrétting ef rangt er farið með.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun