Gróði eða græðgi? Skjóðan skrifar 9. september 2015 11:00 Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent