Viðskipti innlent

Planið gengur upp: Orkuveita Reykjavíkur hagnast

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar, Akranesskaupstaðar og Borgarbyggðar.
Orkuveita Reykjavíkur er í eigu Reykjavíkurborgar, Akranesskaupstaðar og Borgarbyggðar. Vísir/Róbert Reynisson
Orkuveita Reykjavíkur skilaði 2.3 milljarða hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Árangur vegna aðgerðaráætlunar vegna fjárhagsvanda Orkuveitunnar, Planið, er betri en búist var við. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Planið var sett á laggirnar árið 2011 og hefur til dagsins í dag skilað Orkuveitinni um 53.3 milljarða króna bata í sjóð OR. Planið gerði ráð fyrir að um mitt ár 2015 ætti OR að hafa náð fram 45.1 milljarðs króna bata í sjóð sinn og því er árangur Plansins um sjö milljörðum betri en vænst var.

Um 60% af þeim bata sem náðst hefur verið vegna Plansins kemur til vegna þess að OR hefur lækkað eða frestað fjárfestingum, selt eignir og náð fram varanlegum lækkun á rekstrarkostnaði. Hækkun gjaldskrár og lán frá eigendum Orkuveitarinnar sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð, hafa einnig orðið til þess að árangur vegna Plansins er betri en reiknað var með.

Orkuveitan reiknar með að á næstu árum muni falla til útgjöld vegna stórra fjárfestina sem frestað var til 2011. Á þessu ári hafi Orkuveitan aukið fjárfestingu í viðhaldi veitukerfa og virkjana. Einnig séu verkefni að hefjast að nýju sem frestast hafi í Hruninu, lagning gufuæðar frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun og uppbygging fráveitu á Vesturlandi.


Tengdar fréttir

"Forstjórabústaður“ Orkuveitunnar og umhverfismál Nesjavallavirkjunar

Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, "að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×