Aukinn áhugi sjálfboðaliða á Íslandi ingvar haraldsson skrifar 19. ágúst 2015 09:30 Sjálfboðaliðar Seeds hreinsa brak og rusl við fjöruborðið í Patreksfirði. mynd/seeds „Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
„Það er gríðarleg eftirspurn. Við þurfum því miður að hafna mörgum sem vilja koma til Íslands en við finnum ekki verkefni fyrir þau,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri íslensku sjálfboðaliðasamtakanna Seeds, um aukinn áhuga á sjálfboðaliðastarfi hér á landi. „Bara á þessu ári höfum við þurft að hafna 400 umsóknum,“ segir Oscar. Árlega komi á milli 1.200 og 1.400 sjálfboðaliðar til landsins til að vinna í sjálfboðastarfi á vegum Seeds sem séu þau samtök sem taki á móti flestum sjálfboðaliðum. Oscar segir helsta flöskuhálsinn á vexti samtakanna að ekki hafi tekist að finna næg verkefni fyrir alla sem hafa áhuga á að koma til landsins. „Ísland er lítið land og því hefur okkur ekki tekist að finna verkefni fyrir alla,“ segir hann.Sjálfboðaliðar Seeds leggja göngustíg á Hornströndum.mynd/seedsOscar segir aukinn áhuga á sjálfboðastarfi nátengdan auknum áhuga á Íslandi sem áfangastað. Bankahrunið og gosið í Eyjafjallajökli hafi komið Íslandi í heimsfréttirnar. Þá hafi auglýsingaherferðir á borð við Inspired by Iceland og aukinn fjöldi lággjaldaflugfélaga sem bjóði ferðir til Íslands bæði aukið áhuga á Íslandi og gert landið aðgengilegra fyrir ungt fólk. „Þetta er önnur tegund af ferðamennsku. Sjálfboðaliðarnir vilja sjá aðra hlið á Íslandi,“ segir Oscar.Oscar Uscategui, framkvædastjóri Seeds segir áhuga á Íslandi hafa aukist.Flestir sjálfboðaliðanna eru háskólanemar á þrítugsaldri sem koma til Íslands í sumarfríi að sögn Oscars. Algengt sé að sjálfboðaliðarnir vinni í tvær vikur og haldi svo áfram á ferðalögum um landið. Þá séu einhverjir sem vinni 4 til 12 mánuði í sjálfboðavinnu. Oscar segir 140 hópa hafa verið að störfum á vegum Seeds víðs vegar um Ísland. Verkefnin séu afar fjölbreytt. Þeir hafi unnið við skógrækt, hreinsun strandlengjunnar, við lagningu göngustíga og fleiri umhverfistengd verkefni. Þá hafi sjálfboðaliðar unnið á bæjarhátíðum og íþróttamótum á borð við Rey Cup. Öllum hópum fylgi hópstjóri frá Seeds. Oscar segir sjálfboðaliðana koma frá um 60 mismunandi löndum, flestir komi frá Evrópu en einnig stórir hópar frá Bandaríkjunum, Kanada og Austur-Asíu. Oscar segir Seeds vera frjáls félagasamtök sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Samtökin fái engar tekjur af verkefnunum sem þau bjóði upp á en sjálfboðaliðarnir greiði þátttökugjald, sem sé frá 80 evrum eða tæplega 12 þúsund krónum.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira