Sjálfskapaður vítahringur Seðlabankans skjóðan skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira