Makríll fyrir Úkraínumenn skapar vinnuna á Þingeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2015 20:23 Blússandi gangur er nú í makrílfrystingu á Þingeyri, unnið tólf tíma á dag og einnig um helgar, - allt fyrir Úkraínumarkað. Innflutningsbann Rússa truflar því ekki fiskvinnslu í Dýrafirði, eins og stefnir í víða annars staðar á landinu. „Það er vertíð. Mikil vinna, sjö til sjö, laugardaga og sunnudaga. Það er brjálað að gera,“ segir Sigríður Kristín Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Íslensks sjávarfangs á Þingeyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þarna vinna þrjátíu manns, baki brotnu, þessa dagana við að frysta makríl. Hún vonast til að lokun Rússlandsmarkaðar trufli ekki starfsemina, því þessi makríll er á leið annað; til Úkraínu. Makrílvinnslan er raunar bara tímabundin, þrjá mánuði yfir sumarið. Níu mánuði ársins eiga þorskur, ýsa, ufsi og aðrar bolfisktegundir að skapa störfin.Þingeyri í veðurblíðunni í gær. Kirkjustaðurinn Mýrar sést handan Dýrafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það blés ekki byrlega fyrir byggðinni á Þingeyri þegar Vísir hf. ákvað að hætta fiskvinnslu þar fyrir ári. Það hefur hins vegar heldur betur ræst úr. Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang keypti eignirnar, endurvakti reksturinn í vor og fjölgaði starfsmönnum um helming. „Við vorum heppin, vona ég, að Íslenskt sjávarfang kom með starfsemi sína hér á Þingeyri. Þannig að við erum bara bjartsýn,“ segir Sigríður og spyr hvort Þingeyri yrði annars sumarbústaðabyggð. Athygli vekur hátt hlutfall Íslendinga en um helmingur starfsmanna eru íslenskir. „Það stefna nú voða margir í borgina, af okkar unga fólki. En okkar sérstaða er að það eru Íslendingar ennþá á Þingeyri,“ segir Sigríður Kristín. Tengdar fréttir Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Af um 180 starfsmönnum Vísis hf., á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi eru tíu atvinnulausir eftir að starfsemin var flutt til Grindavíkur fyrir réttu ári. Pétur H. Pálsson segir að tækniþróun og ytri aðstæður hafa gert aðgerðina óumflýjanlega. 27. mars 2015 07:00 Telur Byggðastofnun geta leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. 13. janúar 2015 19:58 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Blússandi gangur er nú í makrílfrystingu á Þingeyri, unnið tólf tíma á dag og einnig um helgar, - allt fyrir Úkraínumarkað. Innflutningsbann Rússa truflar því ekki fiskvinnslu í Dýrafirði, eins og stefnir í víða annars staðar á landinu. „Það er vertíð. Mikil vinna, sjö til sjö, laugardaga og sunnudaga. Það er brjálað að gera,“ segir Sigríður Kristín Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Íslensks sjávarfangs á Þingeyri, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þarna vinna þrjátíu manns, baki brotnu, þessa dagana við að frysta makríl. Hún vonast til að lokun Rússlandsmarkaðar trufli ekki starfsemina, því þessi makríll er á leið annað; til Úkraínu. Makrílvinnslan er raunar bara tímabundin, þrjá mánuði yfir sumarið. Níu mánuði ársins eiga þorskur, ýsa, ufsi og aðrar bolfisktegundir að skapa störfin.Þingeyri í veðurblíðunni í gær. Kirkjustaðurinn Mýrar sést handan Dýrafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það blés ekki byrlega fyrir byggðinni á Þingeyri þegar Vísir hf. ákvað að hætta fiskvinnslu þar fyrir ári. Það hefur hins vegar heldur betur ræst úr. Fyrirtækið Íslenskt sjávarfang keypti eignirnar, endurvakti reksturinn í vor og fjölgaði starfsmönnum um helming. „Við vorum heppin, vona ég, að Íslenskt sjávarfang kom með starfsemi sína hér á Þingeyri. Þannig að við erum bara bjartsýn,“ segir Sigríður og spyr hvort Þingeyri yrði annars sumarbústaðabyggð. Athygli vekur hátt hlutfall Íslendinga en um helmingur starfsmanna eru íslenskir. „Það stefna nú voða margir í borgina, af okkar unga fólki. En okkar sérstaða er að það eru Íslendingar ennþá á Þingeyri,“ segir Sigríður Kristín.
Tengdar fréttir Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Af um 180 starfsmönnum Vísis hf., á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi eru tíu atvinnulausir eftir að starfsemin var flutt til Grindavíkur fyrir réttu ári. Pétur H. Pálsson segir að tækniþróun og ytri aðstæður hafa gert aðgerðina óumflýjanlega. 27. mars 2015 07:00 Telur Byggðastofnun geta leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. 13. janúar 2015 19:58 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Sársaukafull aðgerð en óumflýjanleg Af um 180 starfsmönnum Vísis hf., á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi eru tíu atvinnulausir eftir að starfsemin var flutt til Grindavíkur fyrir réttu ári. Pétur H. Pálsson segir að tækniþróun og ytri aðstæður hafa gert aðgerðina óumflýjanlega. 27. mars 2015 07:00
Telur Byggðastofnun geta leyst vanda Flateyrar og Þingeyrar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hugmyndir um að binda kvóta við einstaka sjávarbyggðir ekki nýjar að nálinni. 13. janúar 2015 19:58