365 og Filmflex í samstarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2015 17:34 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. vísir 365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15