Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2015 08:51 Steinþór Gunnarsson, Elín Sigfúsdóttir og Sigurjón Þ. Árnason. Vísir Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9. Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Imon-málið svokallaða verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 21. september næstkomandi. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var dæmdur í níu mánaða fangelsi en þar af voru sex skilorðsbundnir. Dómur féll í héraði í byrjun júní og mánuði síðar ákvað ríkissaksóknari að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Steinþór Gunnarsson hafði þegar tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mun Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari flytja málið fyrir hönd ákæruvaldsins.Sérstakur saksóknari var ekki sáttur við niðurstöðuna í héraði.Vísir/ValliSérstakur telur um sýndarviðskipti að ræða Í málinu voru stjórnendurnir þrír ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með lánveitingu til félagsins Imon ehf. til kaupa á hlutabréfa í Landsbankanum þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna haustið 2008. Lánið hljóðaði upp á fimm milljarða króna en Imon ehf var í eigu Magnúsar Ármann. Steinþór var sakaður um að hafa tilkynnt kaup Imon ehf á hlutabréfunum sem raunveruleg viðskipti til Kauphallarinnar. Sérstakur saksóknari taldi að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda verði á hlutabréfum í bankanum uppi.Sigurjón Árnason ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni.Vísir/VilhelmFjölskipaður héraðsdómur klofnaðiÍ dómi héraðsdóms segir að hann hafi ekki geta dulist að upplýsingar um hvernig að viðskiptunum væri staðið gæti haft áhrif á mat aðila verðbréfamarkaðarins á verði hlutabréfa. Því hafi honum borið að haga starfi sínu á þann veg að misvísandi eða villandi upplýsingar um verðmæti hlutabréfa bærust ekki út á markaðinn. Fjölskipaður héraðsdómur klofnaði í málinu en einn dómari af þremur taldi að sakfella ætti Sigurjón þar sem hann hefði tekið ákvörðun um viðskiptin. Sigurjón var í nóvember síðastliðnum dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli. Tveir starfsmenn bankans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Hreiðarsson, fengu níu mánaða dóm en þar af voru sex á skilorði. Málið var töluvert umfangsmeira en Imon-málið og eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari rannsakaði í kjölfar efnahagashrunsins. Málflutningur í Imon-málinu verður í Hæstarétti mánudaginn 21. september klukkan 9.
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45