Skaðabótamál Tchenguiz gegn Jóhannesi tekið fyrir á Englandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 14:23 Vincent Tchenguiz og Jóhannes Jóhannsson. vísir/daníel Skaðabótamál breska kaupsýslumannsins Vincent Tchenguiz á hendur Jóhannesi Jóhannssyni, stjórnarmanni í slitastjórn Kaupþings, verður tekið fyrir í Englandi. Þetta er niðurstaða enskra dómstóla. Jóhannes hafði farið fram á að málið yrði tekið fyrir á Íslandi en því var hafnað á grundvelli þess að stefna Tchenguiz gegn Jóhannesi byggir á atburðum sem eiga að hafa gerst á Englandi. Auk Jóhannesar hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, tveimur eigendum fyrirtækisins, þeim Stephen Akers og Hossein Hamedani, sem og slitastjórn Kaupþings. Dómstóllinn féllst hins vegar ekki á kröfu Tchenguiz varðandi það að málið gegn slitastjórninni yrði tekið fyrir á Íslandi. Vísar dómurinn í íslensku gjaldþrotalögin sem heimila ekki að höfðað sé mál gegn íslenskum gjaldþrota banka annars staðar en á hér á landi. Fram kemur í tilkynningu frá Tchenguiz, sem Vísir hefur undir höndum, að hann hyggist áfrýja þessum úrskurði til Evrópudómstólsins. Um niðurstöðuna í máli sínu gegn Jóhannesi segir Tchenguiz: „Dómurinn hefur fallist á að stefna mín varðar atburði í Englandi og skal málið því vera leitt til lykta fyrir enskum dómstólum. Jóhannes Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, þarf nú að útskýra fyrir enskum dómstólum hvert hlutverk hans var í því sem kom fyrir fyrir fyrirtæki mín og mig [...]“ Lögsókn Tchenguiz snýr að slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengdum einstaklingum vegna rannsóknar bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, á viðskiptum Tchenguiz við Kaupþing áður en bankinn féll. Tchenguiz krefst ríflega 2,2 milljarða punda, um 450 milljarða íslenskra króna. Upphæðin nemur um helmingi af eignum þrotabús Kaupþings. Rannsókn SFO var hætt og Tchenguiz fékk greiddar bætur frá SFO vegna málsins. Tengdar fréttir Tchenguiz vill 400 milljarða frá Kaupþingi, Jóhannesi og fleirum Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. 27. nóvember 2014 18:21 SFO fékk gögn frá Sérstökum saksóknara Gögnin urðu síðan hluti af málaferlum gagnvart Tchenguiz ytra. 12. ágúst 2014 00:01 Krefst helmings af eignum Kaupþings Krafa Vincents Tchenguiz á hendur Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum nemur um 54 prósentum af heildareignum Kaupþings. Upphæðin er um fimmtán prósent af samþykktum kröfum slitabúsins. Málið verður höfðað í Bretlandi. 29. nóvember 2014 08:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Skaðabótamál breska kaupsýslumannsins Vincent Tchenguiz á hendur Jóhannesi Jóhannssyni, stjórnarmanni í slitastjórn Kaupþings, verður tekið fyrir í Englandi. Þetta er niðurstaða enskra dómstóla. Jóhannes hafði farið fram á að málið yrði tekið fyrir á Íslandi en því var hafnað á grundvelli þess að stefna Tchenguiz gegn Jóhannesi byggir á atburðum sem eiga að hafa gerst á Englandi. Auk Jóhannesar hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, tveimur eigendum fyrirtækisins, þeim Stephen Akers og Hossein Hamedani, sem og slitastjórn Kaupþings. Dómstóllinn féllst hins vegar ekki á kröfu Tchenguiz varðandi það að málið gegn slitastjórninni yrði tekið fyrir á Íslandi. Vísar dómurinn í íslensku gjaldþrotalögin sem heimila ekki að höfðað sé mál gegn íslenskum gjaldþrota banka annars staðar en á hér á landi. Fram kemur í tilkynningu frá Tchenguiz, sem Vísir hefur undir höndum, að hann hyggist áfrýja þessum úrskurði til Evrópudómstólsins. Um niðurstöðuna í máli sínu gegn Jóhannesi segir Tchenguiz: „Dómurinn hefur fallist á að stefna mín varðar atburði í Englandi og skal málið því vera leitt til lykta fyrir enskum dómstólum. Jóhannes Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, þarf nú að útskýra fyrir enskum dómstólum hvert hlutverk hans var í því sem kom fyrir fyrir fyrirtæki mín og mig [...]“ Lögsókn Tchenguiz snýr að slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengdum einstaklingum vegna rannsóknar bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, á viðskiptum Tchenguiz við Kaupþing áður en bankinn féll. Tchenguiz krefst ríflega 2,2 milljarða punda, um 450 milljarða íslenskra króna. Upphæðin nemur um helmingi af eignum þrotabús Kaupþings. Rannsókn SFO var hætt og Tchenguiz fékk greiddar bætur frá SFO vegna málsins.
Tengdar fréttir Tchenguiz vill 400 milljarða frá Kaupþingi, Jóhannesi og fleirum Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. 27. nóvember 2014 18:21 SFO fékk gögn frá Sérstökum saksóknara Gögnin urðu síðan hluti af málaferlum gagnvart Tchenguiz ytra. 12. ágúst 2014 00:01 Krefst helmings af eignum Kaupþings Krafa Vincents Tchenguiz á hendur Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum nemur um 54 prósentum af heildareignum Kaupþings. Upphæðin er um fimmtán prósent af samþykktum kröfum slitabúsins. Málið verður höfðað í Bretlandi. 29. nóvember 2014 08:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Tchenguiz vill 400 milljarða frá Kaupþingi, Jóhannesi og fleirum Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. 27. nóvember 2014 18:21
SFO fékk gögn frá Sérstökum saksóknara Gögnin urðu síðan hluti af málaferlum gagnvart Tchenguiz ytra. 12. ágúst 2014 00:01
Krefst helmings af eignum Kaupþings Krafa Vincents Tchenguiz á hendur Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum nemur um 54 prósentum af heildareignum Kaupþings. Upphæðin er um fimmtán prósent af samþykktum kröfum slitabúsins. Málið verður höfðað í Bretlandi. 29. nóvember 2014 08:30