Skaðabótamál Tchenguiz gegn Jóhannesi tekið fyrir á Englandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 14:23 Vincent Tchenguiz og Jóhannes Jóhannsson. vísir/daníel Skaðabótamál breska kaupsýslumannsins Vincent Tchenguiz á hendur Jóhannesi Jóhannssyni, stjórnarmanni í slitastjórn Kaupþings, verður tekið fyrir í Englandi. Þetta er niðurstaða enskra dómstóla. Jóhannes hafði farið fram á að málið yrði tekið fyrir á Íslandi en því var hafnað á grundvelli þess að stefna Tchenguiz gegn Jóhannesi byggir á atburðum sem eiga að hafa gerst á Englandi. Auk Jóhannesar hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, tveimur eigendum fyrirtækisins, þeim Stephen Akers og Hossein Hamedani, sem og slitastjórn Kaupþings. Dómstóllinn féllst hins vegar ekki á kröfu Tchenguiz varðandi það að málið gegn slitastjórninni yrði tekið fyrir á Íslandi. Vísar dómurinn í íslensku gjaldþrotalögin sem heimila ekki að höfðað sé mál gegn íslenskum gjaldþrota banka annars staðar en á hér á landi. Fram kemur í tilkynningu frá Tchenguiz, sem Vísir hefur undir höndum, að hann hyggist áfrýja þessum úrskurði til Evrópudómstólsins. Um niðurstöðuna í máli sínu gegn Jóhannesi segir Tchenguiz: „Dómurinn hefur fallist á að stefna mín varðar atburði í Englandi og skal málið því vera leitt til lykta fyrir enskum dómstólum. Jóhannes Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, þarf nú að útskýra fyrir enskum dómstólum hvert hlutverk hans var í því sem kom fyrir fyrir fyrirtæki mín og mig [...]“ Lögsókn Tchenguiz snýr að slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengdum einstaklingum vegna rannsóknar bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, á viðskiptum Tchenguiz við Kaupþing áður en bankinn féll. Tchenguiz krefst ríflega 2,2 milljarða punda, um 450 milljarða íslenskra króna. Upphæðin nemur um helmingi af eignum þrotabús Kaupþings. Rannsókn SFO var hætt og Tchenguiz fékk greiddar bætur frá SFO vegna málsins. Tengdar fréttir Tchenguiz vill 400 milljarða frá Kaupþingi, Jóhannesi og fleirum Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. 27. nóvember 2014 18:21 SFO fékk gögn frá Sérstökum saksóknara Gögnin urðu síðan hluti af málaferlum gagnvart Tchenguiz ytra. 12. ágúst 2014 00:01 Krefst helmings af eignum Kaupþings Krafa Vincents Tchenguiz á hendur Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum nemur um 54 prósentum af heildareignum Kaupþings. Upphæðin er um fimmtán prósent af samþykktum kröfum slitabúsins. Málið verður höfðað í Bretlandi. 29. nóvember 2014 08:30 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Skaðabótamál breska kaupsýslumannsins Vincent Tchenguiz á hendur Jóhannesi Jóhannssyni, stjórnarmanni í slitastjórn Kaupþings, verður tekið fyrir í Englandi. Þetta er niðurstaða enskra dómstóla. Jóhannes hafði farið fram á að málið yrði tekið fyrir á Íslandi en því var hafnað á grundvelli þess að stefna Tchenguiz gegn Jóhannesi byggir á atburðum sem eiga að hafa gerst á Englandi. Auk Jóhannesar hefur Tchenguiz stefnt endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton, tveimur eigendum fyrirtækisins, þeim Stephen Akers og Hossein Hamedani, sem og slitastjórn Kaupþings. Dómstóllinn féllst hins vegar ekki á kröfu Tchenguiz varðandi það að málið gegn slitastjórninni yrði tekið fyrir á Íslandi. Vísar dómurinn í íslensku gjaldþrotalögin sem heimila ekki að höfðað sé mál gegn íslenskum gjaldþrota banka annars staðar en á hér á landi. Fram kemur í tilkynningu frá Tchenguiz, sem Vísir hefur undir höndum, að hann hyggist áfrýja þessum úrskurði til Evrópudómstólsins. Um niðurstöðuna í máli sínu gegn Jóhannesi segir Tchenguiz: „Dómurinn hefur fallist á að stefna mín varðar atburði í Englandi og skal málið því vera leitt til lykta fyrir enskum dómstólum. Jóhannes Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings, þarf nú að útskýra fyrir enskum dómstólum hvert hlutverk hans var í því sem kom fyrir fyrir fyrirtæki mín og mig [...]“ Lögsókn Tchenguiz snýr að slitastjórn Kaupþings, Grant Thornton og tengdum einstaklingum vegna rannsóknar bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, á viðskiptum Tchenguiz við Kaupþing áður en bankinn féll. Tchenguiz krefst ríflega 2,2 milljarða punda, um 450 milljarða íslenskra króna. Upphæðin nemur um helmingi af eignum þrotabús Kaupþings. Rannsókn SFO var hætt og Tchenguiz fékk greiddar bætur frá SFO vegna málsins.
Tengdar fréttir Tchenguiz vill 400 milljarða frá Kaupþingi, Jóhannesi og fleirum Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. 27. nóvember 2014 18:21 SFO fékk gögn frá Sérstökum saksóknara Gögnin urðu síðan hluti af málaferlum gagnvart Tchenguiz ytra. 12. ágúst 2014 00:01 Krefst helmings af eignum Kaupþings Krafa Vincents Tchenguiz á hendur Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum nemur um 54 prósentum af heildareignum Kaupþings. Upphæðin er um fimmtán prósent af samþykktum kröfum slitabúsins. Málið verður höfðað í Bretlandi. 29. nóvember 2014 08:30 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Sjá meira
Tchenguiz vill 400 milljarða frá Kaupþingi, Jóhannesi og fleirum Bresk-íranski fasteignamógúllinn Vincent Tchenguiz hefur höfðað 2,2 milljarða punda skaðabótamál á hendur Grant Thornton, slitastjórn Kaupþings og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. 27. nóvember 2014 18:21
SFO fékk gögn frá Sérstökum saksóknara Gögnin urðu síðan hluti af málaferlum gagnvart Tchenguiz ytra. 12. ágúst 2014 00:01
Krefst helmings af eignum Kaupþings Krafa Vincents Tchenguiz á hendur Kaupþingi, Grant Thornton og fleiri aðilum nemur um 54 prósentum af heildareignum Kaupþings. Upphæðin er um fimmtán prósent af samþykktum kröfum slitabúsins. Málið verður höfðað í Bretlandi. 29. nóvember 2014 08:30
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent