Körfubolti

Sex NBA-leikir í beinni á Stöð 2 Sport á næstu sjö dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lebron James.
Lebron James. Vísir/Getty
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er í fullum gangi og nú standa yfir úrslit í Austur- og Vestudeildinni. Stöð 2 Sport mun sýna þrjá af fyrstu fjórum leikjunum í hvoru einvígi fyrir sig og sá fyrsti er í kvöld.

Í kvöld fer fram fyrsti leikur í einvígi Atlanta Hawks og Cleveland Cavaliers. Þetta eru liðin sem voru með bestan árangur í Austurdeildinni í vetur. Atlanta sló út Washington Wizards í síðustu umferð en Cleveland hafði betur gegn Chicago Bulls.

LeBron James á möguleika á því að komast fimmta árið í röð í lokaúrslitin en því hefur enginn leikmaður náð í NBA síðan á sigurgöngu Boston Celtics á sjötta og sjöunda áratugnum.

Þjálfari Atlanta Hawks er Mike Budenholzer sem var á dögunum kosinn þjálfari ársins í vetur. Hann var í sextán ár aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá San Antonio Spurs og liðið hans spilar mjög svipaðan bolta og fráfarandi NBA-meistarar Spurs.

Næstu sjö daga verða alls sýndir sex leikir eða leikur á hverju kvöldi fyrir sunnudagskvöldið en þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Atlanta Hawks verður ekki í beinni.

Útsendingar frá NBA á Stöð 2 Sport næstu daga:

Í kvöld klukkan 0.30

Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers (Leikur 1)

Annað kvöld klukkan 1.00

Golden State Warriors - Houston Rockets (Leikur 2)

Föstudagur 22. maí klukkan 0.30

Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers (Leikur 2)

Laugardagur 23. maí klukkan 1.00

Houston Rockets - Golden State Warriors (Leikur 3)

Mánudagur 25. maí klukkan 1.00

Houston Rockets - Golden State Warriors (Leikur 4)

Þriðjudagur 26. maí klukkan 0.30

Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks (Leikur 4)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×