Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 11:10 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Vísir Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn bankasýslunnar um frumvarp um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í umsögninni kemur ekki fram um hvaða fjármálafyrirtæki var að ræða en forstjóri Bankasýslunnar mótmælti þessum afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki í samræmi við lög. Upplýsti hann stjórn stofnunarinnar án tafar um afskiptin. Í umsögninni kemur fram að afskipti ráðuneytisstjórans séu „einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda.“ Segir í umsögninni að ráðuneytinu ætti að vera fullkunnugt um þetta þar sem löggjöf um fjármálafyrirtæki séu á forræði þess. Reynsla Bankasýslunnar af þessum samskiptum sínum við fjármála-og efnahagsráðuneytið sýna „að raunveruleg hætta er á því hjá ráðuneytinu að því reynist erfitt að skilja á milli faglegrar starfsemi og annars konar hagsmunagæslu þegar kemur að málefnum íslenskra fjármálafyrirtækja í eigu ríkissjóðs.“ Því sé það mikilvægt að láta sjálfstæða stofnun halda utan um eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlits- og stefnumótunarhlutverk varðandi fjármálafyrirtæki heyri nú undir fjármálaráðuneyti, líkt og Bankasýslan. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess, en með áframhaldandi starfsemi Bankasýslu ríkisins yrði aðskilnaður tryggður eftir að þessi tvö hlutverk féllu undir sama ráðuneyti,“ segir í umsögn Bankasýslunnar. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Þetta kemur fram í umsögn bankasýslunnar um frumvarp um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í umsögninni kemur ekki fram um hvaða fjármálafyrirtæki var að ræða en forstjóri Bankasýslunnar mótmælti þessum afskiptum ráðuneytisstjórans og taldi þau ekki í samræmi við lög. Upplýsti hann stjórn stofnunarinnar án tafar um afskiptin. Í umsögninni kemur fram að afskipti ráðuneytisstjórans séu „einkum alvarleg í ljósi þess að samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og samþykktum þeirra er það hlutverk kjörinnar stjórnar að skipta með sér verkum og kjósa sér formann, en ekki eigenda nema samþykktir kveði svo á um, og hlutverk stjórnarformanns að boða til stjórnarfunda, en ekki eigenda.“ Segir í umsögninni að ráðuneytinu ætti að vera fullkunnugt um þetta þar sem löggjöf um fjármálafyrirtæki séu á forræði þess. Reynsla Bankasýslunnar af þessum samskiptum sínum við fjármála-og efnahagsráðuneytið sýna „að raunveruleg hætta er á því hjá ráðuneytinu að því reynist erfitt að skilja á milli faglegrar starfsemi og annars konar hagsmunagæslu þegar kemur að málefnum íslenskra fjármálafyrirtækja í eigu ríkissjóðs.“ Því sé það mikilvægt að láta sjálfstæða stofnun halda utan um eigandahlutverk ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem eftirlits- og stefnumótunarhlutverk varðandi fjármálafyrirtæki heyri nú undir fjármálaráðuneyti, líkt og Bankasýslan. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess, en með áframhaldandi starfsemi Bankasýslu ríkisins yrði aðskilnaður tryggður eftir að þessi tvö hlutverk féllu undir sama ráðuneyti,“ segir í umsögn Bankasýslunnar.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira