Vandi innanlandsflugsins: Farþegum fækkað um fjórðung þrátt fyrir fjölgun ferðamanna ingvar haraldsson skrifar 12. maí 2015 12:03 Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands. mynd/gva Þrátt fyrir að tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn hafi heimsótt Ísland í fyrra miðað við árið 2008 hefur farþegum í innlandsflugi fækkað um um fjórðung. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir erlenda farþega ekki nema tæplega tíu prósent af heildarferþegafjölda Flugfélagins. Þó hafi hlutfall þeirra hækkað á síðustu árum. „Fyrir fimm til sex árum var þetta ekki nema svona fimm prósent. Þannig að fjöldi erlendra farþega hefur verið að vaxa.“ Árni segir þó að uppistaðan í markaði Flugfélags Íslands séu Íslendingar en ekki erlendir ferðamenn. „Innanlandsmarkaðurinn á Íslandi er mjög tengdur ástandinu efnahagslífinu. Það hefur kannski ekki verið mikill uppgangur þar,“ segir Árni. Þróunin í fjölda flugfarþega hafi því að mestu verið í samræmi við umsvif í efnahagslífinu. „Fyrst eftir hrunið, 2009 og 2010, fækkaði farþegum mjög skarpt. Svo kom smáaukning 2011 og 2012 og en svo hélt áfram að fækka farþegum.“Heildarfjöldi farþega í innalandsflugi síðustu ár.mynd/isaviaFerðamenn virðast fremur kjósa bílinn Árni segir að miðað við uppgang bílaleiga hér á landi virðist vera sem flestir ferðamenn kjósi fremur keyra um Ísland. „Ef maður kemur á eyju, t.d. til Kanaríeyja eða eitthvað svoleiðis, þá er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að fljúga á næstu eyju,“ segir Árni og bendir á að frá flestum stöðum í Evrópu sé þriggja til fjögurra tíma flug til Íslands og enn lengra frá Bandaríkjunum. „Þá þarf að hafa svolítið fyrir því að sannfæra menn um að það sé gáfulegt að fara í annað flug þegar það er svona tiltölulega einfalt að keyra um landið á flestum tímum ársins.“Gengið hægt að fjölga ferðum beint frá Keflavíkurflugvelli Árni segir að Flugfélag Íslands hafi, í samstarfi við Icelandair, unnið að því reyna að byggja upp innanlandsflug í gegnum Keflavíkurflugvöll í. Í sumar, líkt og síðustu ár, verði flogið þrisvar til fjórum sinnum í viku beint frá Keflavíkurflugvelli út á land. „Viðbrögðin hafa reyndar verið þannig að ekki hefur verið ástæða til að bæta við mikið af flugum. Icelandair selur þetta í öllum sínum sölukerfum.“ Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þrátt fyrir að tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn hafi heimsótt Ísland í fyrra miðað við árið 2008 hefur farþegum í innlandsflugi fækkað um um fjórðung. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir erlenda farþega ekki nema tæplega tíu prósent af heildarferþegafjölda Flugfélagins. Þó hafi hlutfall þeirra hækkað á síðustu árum. „Fyrir fimm til sex árum var þetta ekki nema svona fimm prósent. Þannig að fjöldi erlendra farþega hefur verið að vaxa.“ Árni segir þó að uppistaðan í markaði Flugfélags Íslands séu Íslendingar en ekki erlendir ferðamenn. „Innanlandsmarkaðurinn á Íslandi er mjög tengdur ástandinu efnahagslífinu. Það hefur kannski ekki verið mikill uppgangur þar,“ segir Árni. Þróunin í fjölda flugfarþega hafi því að mestu verið í samræmi við umsvif í efnahagslífinu. „Fyrst eftir hrunið, 2009 og 2010, fækkaði farþegum mjög skarpt. Svo kom smáaukning 2011 og 2012 og en svo hélt áfram að fækka farþegum.“Heildarfjöldi farþega í innalandsflugi síðustu ár.mynd/isaviaFerðamenn virðast fremur kjósa bílinn Árni segir að miðað við uppgang bílaleiga hér á landi virðist vera sem flestir ferðamenn kjósi fremur keyra um Ísland. „Ef maður kemur á eyju, t.d. til Kanaríeyja eða eitthvað svoleiðis, þá er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að fljúga á næstu eyju,“ segir Árni og bendir á að frá flestum stöðum í Evrópu sé þriggja til fjögurra tíma flug til Íslands og enn lengra frá Bandaríkjunum. „Þá þarf að hafa svolítið fyrir því að sannfæra menn um að það sé gáfulegt að fara í annað flug þegar það er svona tiltölulega einfalt að keyra um landið á flestum tímum ársins.“Gengið hægt að fjölga ferðum beint frá Keflavíkurflugvelli Árni segir að Flugfélag Íslands hafi, í samstarfi við Icelandair, unnið að því reyna að byggja upp innanlandsflug í gegnum Keflavíkurflugvöll í. Í sumar, líkt og síðustu ár, verði flogið þrisvar til fjórum sinnum í viku beint frá Keflavíkurflugvelli út á land. „Viðbrögðin hafa reyndar verið þannig að ekki hefur verið ástæða til að bæta við mikið af flugum. Icelandair selur þetta í öllum sínum sölukerfum.“
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira