„Sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli“ ingvar haraldsson skrifar 5. maí 2015 13:37 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir söluna á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun árið 2006 harðlega. vísir/vilhelm „Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
„Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun