Forsetinn lýsir velþóknun á raforkusölu um sæstreng Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2015 19:15 Tímabært er að Íslendingar stofni sérstakan orkuauðlindasjóð um arðinn af Landsvirkjun og af öðrum orkuauðlindum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. Þá vakti athygli að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti velþóknun á sæstrengjum. Ársfundurinn markaðist af því að þetta er fimmtugasta afmælisár Landsvirkjunar og mátti sjá helstu áhrifamenn á sviði orkumála þjóðarinnar undanfarna áratugi mætta í Hörpu, þeirra á meðal Jóhannes Nordal, stjórnarformann fyrirtækisins fyrstu þrjátíu árin, en salurinn heiðraði hann sérstaklega með lófataki. Í ávarpi forseta Íslands komu fram skilaboð þegar hann lýsti því hvernig raforkusala um sæstrengi hefði aukið þjóðarauð Norðmanna. Sæstrengirnir hefðu líka reynst nauðsynleg styrking á orkuöryggi Noregs og trygging um aðgang að orku frá öðrum löndum við áföll á heimaslóð eða hamfarir í náttúrunni. Forsetinn sagði raunar ný þáttaskil blasa við Landsvirkjun með vexti gagnavera, óskum um fleiri iðjuver og með sæstreng. Framundan gæti verið nýtt og glæsilegt vaxtarskeið þjóðinni til heilla „..ef við berum gæfu til að vanda verkin og varðveita samstöðuna,“ sagði Ólafur Ragnar. Ræðumönnum á ársfundinum varð tíðrætt um mikinn hagnað Landsvirkjunar, sem nam í fyrra 19 milljörðum króna, fyrir óinnleysta fjármagnsliði. Það er álíka mikið og kostaði að byggja Hörpu. Fjármálaráðherra var þó á því að arðinn af virkjunum landsmanna ætti að nýta með öðrum hætti en að reisa slíka glæsihöll á hverju ári. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna. Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“ Bjarni kvaðst vilja leita eftir samstöðu um slíkan sjóð, nú væri rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni. Tengdar fréttir Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð "Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. 5. maí 2015 15:07 Tuttugu milljarðar í arð á ári Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu stóraukast og gætu orðið allt að 20 milljarðar árlega eftir tvö til þrjú ár. Á fimm árum hafa 82 milljarðar farið í niðurgreiðslu skulda. Eigið fé hefur ekki verið meira frá upphafsárunum. 5. maí 2015 07:30 Lánshæfismat Landsvirkjunar batnar Há skuldsetning, fáir viðskiptavinir og tenging við álverð í raforkusamningum koma helst í veg fyrir enn betra lánshæfismat. 5. maí 2015 09:46 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Tímabært er að Íslendingar stofni sérstakan orkuauðlindasjóð um arðinn af Landsvirkjun og af öðrum orkuauðlindum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. Þá vakti athygli að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti velþóknun á sæstrengjum. Ársfundurinn markaðist af því að þetta er fimmtugasta afmælisár Landsvirkjunar og mátti sjá helstu áhrifamenn á sviði orkumála þjóðarinnar undanfarna áratugi mætta í Hörpu, þeirra á meðal Jóhannes Nordal, stjórnarformann fyrirtækisins fyrstu þrjátíu árin, en salurinn heiðraði hann sérstaklega með lófataki. Í ávarpi forseta Íslands komu fram skilaboð þegar hann lýsti því hvernig raforkusala um sæstrengi hefði aukið þjóðarauð Norðmanna. Sæstrengirnir hefðu líka reynst nauðsynleg styrking á orkuöryggi Noregs og trygging um aðgang að orku frá öðrum löndum við áföll á heimaslóð eða hamfarir í náttúrunni. Forsetinn sagði raunar ný þáttaskil blasa við Landsvirkjun með vexti gagnavera, óskum um fleiri iðjuver og með sæstreng. Framundan gæti verið nýtt og glæsilegt vaxtarskeið þjóðinni til heilla „..ef við berum gæfu til að vanda verkin og varðveita samstöðuna,“ sagði Ólafur Ragnar. Ræðumönnum á ársfundinum varð tíðrætt um mikinn hagnað Landsvirkjunar, sem nam í fyrra 19 milljörðum króna, fyrir óinnleysta fjármagnsliði. Það er álíka mikið og kostaði að byggja Hörpu. Fjármálaráðherra var þó á því að arðinn af virkjunum landsmanna ætti að nýta með öðrum hætti en að reisa slíka glæsihöll á hverju ári. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna. Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“ Bjarni kvaðst vilja leita eftir samstöðu um slíkan sjóð, nú væri rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni.
Tengdar fréttir Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð "Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. 5. maí 2015 15:07 Tuttugu milljarðar í arð á ári Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu stóraukast og gætu orðið allt að 20 milljarðar árlega eftir tvö til þrjú ár. Á fimm árum hafa 82 milljarðar farið í niðurgreiðslu skulda. Eigið fé hefur ekki verið meira frá upphafsárunum. 5. maí 2015 07:30 Lánshæfismat Landsvirkjunar batnar Há skuldsetning, fáir viðskiptavinir og tenging við álverð í raforkusamningum koma helst í veg fyrir enn betra lánshæfismat. 5. maí 2015 09:46 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð "Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. 5. maí 2015 15:07
Tuttugu milljarðar í arð á ári Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu stóraukast og gætu orðið allt að 20 milljarðar árlega eftir tvö til þrjú ár. Á fimm árum hafa 82 milljarðar farið í niðurgreiðslu skulda. Eigið fé hefur ekki verið meira frá upphafsárunum. 5. maí 2015 07:30
Lánshæfismat Landsvirkjunar batnar Há skuldsetning, fáir viðskiptavinir og tenging við álverð í raforkusamningum koma helst í veg fyrir enn betra lánshæfismat. 5. maí 2015 09:46
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun