Forsetinn lýsir velþóknun á raforkusölu um sæstreng Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2015 19:15 Tímabært er að Íslendingar stofni sérstakan orkuauðlindasjóð um arðinn af Landsvirkjun og af öðrum orkuauðlindum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. Þá vakti athygli að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti velþóknun á sæstrengjum. Ársfundurinn markaðist af því að þetta er fimmtugasta afmælisár Landsvirkjunar og mátti sjá helstu áhrifamenn á sviði orkumála þjóðarinnar undanfarna áratugi mætta í Hörpu, þeirra á meðal Jóhannes Nordal, stjórnarformann fyrirtækisins fyrstu þrjátíu árin, en salurinn heiðraði hann sérstaklega með lófataki. Í ávarpi forseta Íslands komu fram skilaboð þegar hann lýsti því hvernig raforkusala um sæstrengi hefði aukið þjóðarauð Norðmanna. Sæstrengirnir hefðu líka reynst nauðsynleg styrking á orkuöryggi Noregs og trygging um aðgang að orku frá öðrum löndum við áföll á heimaslóð eða hamfarir í náttúrunni. Forsetinn sagði raunar ný þáttaskil blasa við Landsvirkjun með vexti gagnavera, óskum um fleiri iðjuver og með sæstreng. Framundan gæti verið nýtt og glæsilegt vaxtarskeið þjóðinni til heilla „..ef við berum gæfu til að vanda verkin og varðveita samstöðuna,“ sagði Ólafur Ragnar. Ræðumönnum á ársfundinum varð tíðrætt um mikinn hagnað Landsvirkjunar, sem nam í fyrra 19 milljörðum króna, fyrir óinnleysta fjármagnsliði. Það er álíka mikið og kostaði að byggja Hörpu. Fjármálaráðherra var þó á því að arðinn af virkjunum landsmanna ætti að nýta með öðrum hætti en að reisa slíka glæsihöll á hverju ári. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna. Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“ Bjarni kvaðst vilja leita eftir samstöðu um slíkan sjóð, nú væri rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni. Tengdar fréttir Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð "Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. 5. maí 2015 15:07 Tuttugu milljarðar í arð á ári Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu stóraukast og gætu orðið allt að 20 milljarðar árlega eftir tvö til þrjú ár. Á fimm árum hafa 82 milljarðar farið í niðurgreiðslu skulda. Eigið fé hefur ekki verið meira frá upphafsárunum. 5. maí 2015 07:30 Lánshæfismat Landsvirkjunar batnar Há skuldsetning, fáir viðskiptavinir og tenging við álverð í raforkusamningum koma helst í veg fyrir enn betra lánshæfismat. 5. maí 2015 09:46 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tímabært er að Íslendingar stofni sérstakan orkuauðlindasjóð um arðinn af Landsvirkjun og af öðrum orkuauðlindum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. Þá vakti athygli að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti velþóknun á sæstrengjum. Ársfundurinn markaðist af því að þetta er fimmtugasta afmælisár Landsvirkjunar og mátti sjá helstu áhrifamenn á sviði orkumála þjóðarinnar undanfarna áratugi mætta í Hörpu, þeirra á meðal Jóhannes Nordal, stjórnarformann fyrirtækisins fyrstu þrjátíu árin, en salurinn heiðraði hann sérstaklega með lófataki. Í ávarpi forseta Íslands komu fram skilaboð þegar hann lýsti því hvernig raforkusala um sæstrengi hefði aukið þjóðarauð Norðmanna. Sæstrengirnir hefðu líka reynst nauðsynleg styrking á orkuöryggi Noregs og trygging um aðgang að orku frá öðrum löndum við áföll á heimaslóð eða hamfarir í náttúrunni. Forsetinn sagði raunar ný þáttaskil blasa við Landsvirkjun með vexti gagnavera, óskum um fleiri iðjuver og með sæstreng. Framundan gæti verið nýtt og glæsilegt vaxtarskeið þjóðinni til heilla „..ef við berum gæfu til að vanda verkin og varðveita samstöðuna,“ sagði Ólafur Ragnar. Ræðumönnum á ársfundinum varð tíðrætt um mikinn hagnað Landsvirkjunar, sem nam í fyrra 19 milljörðum króna, fyrir óinnleysta fjármagnsliði. Það er álíka mikið og kostaði að byggja Hörpu. Fjármálaráðherra var þó á því að arðinn af virkjunum landsmanna ætti að nýta með öðrum hætti en að reisa slíka glæsihöll á hverju ári. „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna. Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“ Bjarni kvaðst vilja leita eftir samstöðu um slíkan sjóð, nú væri rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni.
Tengdar fréttir Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð "Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. 5. maí 2015 15:07 Tuttugu milljarðar í arð á ári Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu stóraukast og gætu orðið allt að 20 milljarðar árlega eftir tvö til þrjú ár. Á fimm árum hafa 82 milljarðar farið í niðurgreiðslu skulda. Eigið fé hefur ekki verið meira frá upphafsárunum. 5. maí 2015 07:30 Lánshæfismat Landsvirkjunar batnar Há skuldsetning, fáir viðskiptavinir og tenging við álverð í raforkusamningum koma helst í veg fyrir enn betra lánshæfismat. 5. maí 2015 09:46 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð "Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. 5. maí 2015 15:07
Tuttugu milljarðar í arð á ári Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu stóraukast og gætu orðið allt að 20 milljarðar árlega eftir tvö til þrjú ár. Á fimm árum hafa 82 milljarðar farið í niðurgreiðslu skulda. Eigið fé hefur ekki verið meira frá upphafsárunum. 5. maí 2015 07:30
Lánshæfismat Landsvirkjunar batnar Há skuldsetning, fáir viðskiptavinir og tenging við álverð í raforkusamningum koma helst í veg fyrir enn betra lánshæfismat. 5. maí 2015 09:46