Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-18 | Stjarnan jafnaði metin Anton Ingi Leifsson í TM-höllinni skrifar 25. apríl 2015 17:45 Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar. vísir/valli Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitareinvíginu gegn Fram í Olís-deild kvenna, en annar leikur liðanna fór fram í TM-höllinni í Garðarbæ í dag. Lokatölur urðu 23-18, en Stjarnan náði góðri forystu í fyrri hálfleik sem liðið hélt út allan leikinn. Fram gerði gífurlega mikið af mistökum í fyrri hálfleik og var ekki sjón að sjá liðið. Staðan 13-8 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Gestirnir úr Safamýri virtust ætla að fylgja eftir sigrinum í síðasta leik liðanna, en Fram skoruðu fyrstu tvö mörkin. Eftir það tók Stjarnan öll völd á vellinum. Florentina Stanciu varði nokkur dauðafæri á nokkura mínútna kafla í fyrri hálfleik, en sóknarleikur Framara var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þær misstu boltann hvað eftir annað og skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik. Ólíkt Fram-liðinu. Stjarnan breytti stöðunni úr 7-6 í 11-6 sér í vil og þær héldu þessu fimm marka forskoti út hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 13-8. Fyrri hálfleikurinn bar ekki þess keim að um undanúrslitaviðureign væri að ræða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök, en mistökin voru mikið fleiri hjá Fram. Síðari hálfleikur virtist ætla að þróast svipað og sá fyrri. Á tímapunkti var Stjarnan komið með forskot, en þá tóku gestirnir aðeins við sér. Þær minnkuðu muninn hægt og bítandi og þegar tólf mínútur voru eftir af síðari hálfleik var munurinn orðinn þrjú mörk. Þegar Framarar fengu þó tækifæri til að gera betur og komast enn nær glutruðu þær boltanum eða tóku ótímabær skot. Sóknarleikur beggja liða í síðari hálfleik var dálítið furðulegur. Hvorugu liðinu tókst að ná alvöru ryþma í sinn sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var lengstum virkilega flottur. Fram náði ekki að komast nær Stjörnunni og Garðarbæjarliðið vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Helena Rut Örvarsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, en hún skoraði allt í allt sex mörk. Florentina Stanciu varði vel í markinu, en margir leikmenn Stjörnunnar lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Hjá Fram áttu fáir leikmenn góðan dag. María Karlsdóttir kom með fína baráttu inn á línuna, en lykilmenn eins og Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir voru lengst af heillum horfnar. Þær áttu erfitt gegn framliggjandi varnarleik Stjörnunnar. Næsti leikur liðanna fer fram í Safamýrinni á mánudag og þarf Fram að spila mun betur ætli liðið sér að komast aftur yfir í einvíginu á sínum heimavelli.Sólveig: Þurfum að sækja sigur í Safamýrina og ætlum að gera það á mánudaginn „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur hér í dag,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunar, í samtali við Vísi í leikslok. „Síðasta leikur var alls ekkert slæmur. Í dag spiluðum við bara örlítið betur. Við spiluðum betri sókn og klárlega smá framfarir þar.” „Mér fannst við virkilega tilbúnar í dag. Það var þvílík barátta í liðinu og það voru allar tilbúnar. Allar að hjálpast að og mér fannst við bara frábærar varnalega.” „Mér fannst koma tveir kaflar, í lok fyrri hálfleiks og smá kafli í síðari hálfleik þar sem þær ógnuðu okkur verulega. Þá fannst mér þær vera að komast inn í þetta, en þá stigum við bara upp aftur og gáfum í varnarlega þá var þetta komið.” „Það er yfirleitt þannig hjá okkur. Þetta hefur verið þannig í vetur og þetta var algjörlega sigur liðsheildarinnar. Þetta þurfum við, við þurfum framlag frá öllum.” „Hún hjálpar okkur gífurlega með að verja þessi dauðafæri og þá kveikir hún dálítið í okkur. Hún fékk frábæra vörn fyrir framan sig í dag og við hjálpuðum henni og hún hjálpar okkur.” „Við þurfum að sækja einn sigur í Safamýrina og við stefnum á að gera það á mánudaginn,” sagði Sólveig Lára við Vísi að lokum.Ásta Birna: Mjög jöfn lið „Við vorum að klára okkar færilega virkilega illa. Við létum Florentinu verja alltof mikið frá okkur,” sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Þar af leiðandi fór hausinn aðeins niður í bringu. Þá misstum við sjálfstraustið og því fór sem fór. Mér fannst við standa vörnina vel á köflum, en við fengum á okkur slæman kafla í fyrri hálfleik þegar þær skora fimm í röð.” „Við fengum of mikið af hröðum upphlaupum á okkur, bæði í fyrstu bylgju og seinni bylgju, og við náðum ekki að koma til baka eftir það.” „Það sem varð okkur að falli voru alltof mikið af tæknifeilum. Við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og hausinn var ekki rétt stilltur í dag.” „Allt! Nei, við vorum bara ekki nægilega einbeittar. Það var aðeins of mikill æsingur í okkur og mikið um feilsendingar. Við vorum heldur ekki að hlaupa nægilega vel til baka,” sagði Ásta Birna. Hún sagðist Framara ætla að koma sér aftur yfir á mánudag. „Klárlega. Við ætlum að koma okkur aftur yfir, en nú er staðan 1-1. Þetta eru mjög jöfn lið,” sagði Ásta Birna að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitareinvíginu gegn Fram í Olís-deild kvenna, en annar leikur liðanna fór fram í TM-höllinni í Garðarbæ í dag. Lokatölur urðu 23-18, en Stjarnan náði góðri forystu í fyrri hálfleik sem liðið hélt út allan leikinn. Fram gerði gífurlega mikið af mistökum í fyrri hálfleik og var ekki sjón að sjá liðið. Staðan 13-8 fyrir Stjörnunni í hálfleik. Stjarnan hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Gestirnir úr Safamýri virtust ætla að fylgja eftir sigrinum í síðasta leik liðanna, en Fram skoruðu fyrstu tvö mörkin. Eftir það tók Stjarnan öll völd á vellinum. Florentina Stanciu varði nokkur dauðafæri á nokkura mínútna kafla í fyrri hálfleik, en sóknarleikur Framara var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þær misstu boltann hvað eftir annað og skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik. Ólíkt Fram-liðinu. Stjarnan breytti stöðunni úr 7-6 í 11-6 sér í vil og þær héldu þessu fimm marka forskoti út hálfleikinn, en staðan í hálfleik var 13-8. Fyrri hálfleikurinn bar ekki þess keim að um undanúrslitaviðureign væri að ræða. Bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök, en mistökin voru mikið fleiri hjá Fram. Síðari hálfleikur virtist ætla að þróast svipað og sá fyrri. Á tímapunkti var Stjarnan komið með forskot, en þá tóku gestirnir aðeins við sér. Þær minnkuðu muninn hægt og bítandi og þegar tólf mínútur voru eftir af síðari hálfleik var munurinn orðinn þrjú mörk. Þegar Framarar fengu þó tækifæri til að gera betur og komast enn nær glutruðu þær boltanum eða tóku ótímabær skot. Sóknarleikur beggja liða í síðari hálfleik var dálítið furðulegur. Hvorugu liðinu tókst að ná alvöru ryþma í sinn sóknarleik, en varnarleikur beggja liða var lengstum virkilega flottur. Fram náði ekki að komast nær Stjörnunni og Garðarbæjarliðið vann að lokum fimm marka sigur, 23-18. Helena Rut Örvarsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, en hún skoraði allt í allt sex mörk. Florentina Stanciu varði vel í markinu, en margir leikmenn Stjörnunnar lögðu lóð sín á vogaskálarnar. Hjá Fram áttu fáir leikmenn góðan dag. María Karlsdóttir kom með fína baráttu inn á línuna, en lykilmenn eins og Steinunn Björnsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir voru lengst af heillum horfnar. Þær áttu erfitt gegn framliggjandi varnarleik Stjörnunnar. Næsti leikur liðanna fer fram í Safamýrinni á mánudag og þarf Fram að spila mun betur ætli liðið sér að komast aftur yfir í einvíginu á sínum heimavelli.Sólveig: Þurfum að sækja sigur í Safamýrina og ætlum að gera það á mánudaginn „Það var klárlega varnarleikurinn sem skóp þennan sigur hér í dag,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunar, í samtali við Vísi í leikslok. „Síðasta leikur var alls ekkert slæmur. Í dag spiluðum við bara örlítið betur. Við spiluðum betri sókn og klárlega smá framfarir þar.” „Mér fannst við virkilega tilbúnar í dag. Það var þvílík barátta í liðinu og það voru allar tilbúnar. Allar að hjálpast að og mér fannst við bara frábærar varnalega.” „Mér fannst koma tveir kaflar, í lok fyrri hálfleiks og smá kafli í síðari hálfleik þar sem þær ógnuðu okkur verulega. Þá fannst mér þær vera að komast inn í þetta, en þá stigum við bara upp aftur og gáfum í varnarlega þá var þetta komið.” „Það er yfirleitt þannig hjá okkur. Þetta hefur verið þannig í vetur og þetta var algjörlega sigur liðsheildarinnar. Þetta þurfum við, við þurfum framlag frá öllum.” „Hún hjálpar okkur gífurlega með að verja þessi dauðafæri og þá kveikir hún dálítið í okkur. Hún fékk frábæra vörn fyrir framan sig í dag og við hjálpuðum henni og hún hjálpar okkur.” „Við þurfum að sækja einn sigur í Safamýrina og við stefnum á að gera það á mánudaginn,” sagði Sólveig Lára við Vísi að lokum.Ásta Birna: Mjög jöfn lið „Við vorum að klára okkar færilega virkilega illa. Við létum Florentinu verja alltof mikið frá okkur,” sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, í samtali við Vísi í leikslok. „Þar af leiðandi fór hausinn aðeins niður í bringu. Þá misstum við sjálfstraustið og því fór sem fór. Mér fannst við standa vörnina vel á köflum, en við fengum á okkur slæman kafla í fyrri hálfleik þegar þær skora fimm í röð.” „Við fengum of mikið af hröðum upphlaupum á okkur, bæði í fyrstu bylgju og seinni bylgju, og við náðum ekki að koma til baka eftir það.” „Það sem varð okkur að falli voru alltof mikið af tæknifeilum. Við vorum að kasta boltanum frá okkur trekk í trekk og hausinn var ekki rétt stilltur í dag.” „Allt! Nei, við vorum bara ekki nægilega einbeittar. Það var aðeins of mikill æsingur í okkur og mikið um feilsendingar. Við vorum heldur ekki að hlaupa nægilega vel til baka,” sagði Ásta Birna. Hún sagðist Framara ætla að koma sér aftur yfir á mánudag. „Klárlega. Við ætlum að koma okkur aftur yfir, en nú er staðan 1-1. Þetta eru mjög jöfn lið,” sagði Ásta Birna að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti