Matur

Frískandi sumardrykkur og ljúffengt sælkerasalat

VISIR.IS/EVALAUFEY
Frískandi sumarsafi og sælkerasalat með hráskinku.

Salat með hráskinku og melónusalsa

1 canteloup melóna

1 gul melóna

1 msk smátt skorin minta

1 msk smátt skorin basilíka

1 tsk hunang

300 g klettasalat

1 pakki góð hráskinka

hreinn fetaostur, magn eftir smekk

150 g ristaðar furuhnetur

Balsamikgljái, magn eftir smekkAðferð:

Skerið melónur smátt niður, saxið kryddjurtir og blandið öllu saman í skál ásamt hunangi. Leggið klettasalat á fallegt fat eða disk, raðið hráskinkunni yfir salatið og dreifið melónusalsa yfir. Sáldrið fetaosti og ristuðum furuhnetum yfir salatið. Í lokin er mjög gott að dreifa balsamikgljáa yfir.Frískandi sumardrykkur

3 greipaldin

2 límónur

handfylli mintulauf

sódavatn, magn eftir smekkAðferð:

Kreistið safann úr greipaldinn og límónu, hellið safanum í könnu og fyllið upp með sódvatni. Bætið mintulaufum út í drykkið og hrærið í honum með sleif. Berið strax fram. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.