Matur

Frískandi sumardrykkur og ljúffengt sælkerasalat

VISIR.IS/EVALAUFEY

Frískandi sumarsafi og sælkerasalat með hráskinku.

Salat með hráskinku og melónusalsa
1 canteloup melóna
1 gul melóna
1 msk smátt skorin minta
1 msk smátt skorin basilíka
1 tsk hunang
300 g klettasalat
1 pakki góð hráskinka
hreinn fetaostur, magn eftir smekk
150 g ristaðar furuhnetur
Balsamikgljái, magn eftir smekk

Aðferð:
Skerið melónur smátt niður, saxið kryddjurtir og blandið öllu saman í skál ásamt hunangi. Leggið klettasalat á fallegt fat eða disk, raðið hráskinkunni yfir salatið og dreifið melónusalsa yfir. Sáldrið fetaosti og ristuðum furuhnetum yfir salatið. Í lokin er mjög gott að dreifa balsamikgljáa yfir.

Frískandi sumardrykkur
3 greipaldin
2 límónur
handfylli mintulauf
sódavatn, magn eftir smekk

Aðferð:
Kreistið safann úr greipaldinn og límónu, hellið safanum í könnu og fyllið upp með sódvatni. Bætið mintulaufum út í drykkið og hrærið í honum með sleif. Berið strax fram. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.