Viðskipti innlent

Vilhjálmur Bjarna: Lýðskrum að vilja banna verðtryggð lán

ingvar haraldsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason segir hluta lántakenda ekki vilja greiða vexti.
Vilhjálmur Bjarnason segir hluta lántakenda ekki vilja greiða vexti. vísir/gva
„Það er náttúrulega bara lýðskrum,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndir um að banna verðtryggð neytendalán.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Fréttablaðinu í síðustu viku að vinna við frumvörp um afnám verðtryggingarinnar gengi vel. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði degi síðar að ekki væri unnið að því að banna slík lán. Hins vegar væri til skoðunar aðgerðir sem væru til þess fallnar að draga úr vægi slíkra lána.

64 prósent nýrra íbúðarlána á síðasta ári voru verðtryggð samkvæmt því sem fram kemur í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Vægi slíkra lána hefur aukist að undanförnu en verðtryggð lán voru 38 prósent nýrra íbúðarlána árið 2013. Í Fjármálastöðugleika er bent á að vinsældir þeirra skýrist af því að raunvextir slíkra lána hafi verið lægri en óverðtryggðra á síðasta ári og greiðslubyrði slíkra lána sé lægri á fyrri hluta lánstímans.

„Ég hef alltaf sagt að verðtryggð lán falli vel að greiðslugetu fólks. Það er góð greiðslujöfnun í þeim svo þetta hlýtur ósköp einfaldlega að vera það sem neytendur vilja. Að vísu er það ósk hluta neytenda að borga ekki vexti og að verðbólga greiði upp lánið,“ segir Vilhjálmur en bætir við að verðtryggð lán séu góð svo lengi sem fólk taki ekki of mikið af lánum og jafnræði sé milli lántaka og lánveitenda.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.