Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 23-21 | Frábær endasprettur Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson í Mýrinni skrifar 10. apríl 2015 12:28 Esther Viktoría Ragnarsdóttir og stöllur hennar eru komnar áfram í undanúrslit. vísir/valli Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með tveggja marka sigri, 23-21, á Val í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Það var fyrst og síðast öflugur lokakafli Stjörnunnar sem skildi á milli í dag. Þegar 16 mínútur voru eftir af seinni hálfleik leiddu Valskonur með tveimur mörkum, 17-19, en Stjörnukonur sýndu mikinn styrk á síðasta fjórðungi leiksins sem þær unnu 5-2. Vörn Garðbæinga var gríðarlega sterk og fyrir aftan hana varði Florentina Stanciu mikilvæga bolta eftir að hafa haft hægt um sig framan af leik. Það var aðeins eitt lið á vellinum fyrstu tíu mínútur leiksins. Valskonur mættu vel stemmdar til leiks, spiluðu sterka vörn og voru með lausnir á varnarleik heimakvenna. Þá voru hraðaupphlaup liðsins mjög vel útfærð en Íris Ásta Pétursdóttir naut góðs af því en hún skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik, þar af þrjú eftir hraðaupphlaup. Eftir 10 mínútna leik var staðan 3-7, Val í vil. Þá tóku þjálfarar Stjörnunnar leikhlé og eftir það vænkaðist hagur liðsins. Stjarnan skoraði átta mörk gegn tveimur og komst 11-9 yfir. Alina Tamasan, sem hefur dregið skóna af hillunni, kom sterk inn og ógnaði með skotum fyrir utan. Tvö þeirra fóru inn í fyrri hálfleik en það voru fyrstu mörk hennar í einvíginu. Valur þétti vörnina aftur á lokamínútum fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var jöfn, 12-12. Stjörnukonur byrjuðu seinni hálfleikinn tveimur fleiri og nýttu sér það vel og náðu tveggja marka forystu, 14-12. En Valskonur voru ekki lengi að jafna og komast yfir eftir að þær endurheimtu liðsmenn sína úr kælingu. Gestirnir höfðu frumkvæðið framan af seinni hálfleik og voru jafnan með 1-2 marka forystu. Þeim tókst þó aldrei að komast þremur mörkum yfir sem hefði eflaust orðið banabiti Stjörnunnar. En í stöðunni 17-19 fyrir Val kom flottur kafli hjá Stjörnunni sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni, 20-19. Valur náði að jafna í 20-20 og við tóku spennuþrungnar lokamínútur. Stjarnan missti Alinu af velli með tveggja mínútna brottvísun þegar sjö mínútur voru eftir og í næstu sókn meiddist Helena Rut Örvarsdóttir sem hafði verið mjög öflug í seinni hálfleik. Breiddin í Stjörnuliðinu er hins vegar mikil og það kom í ljós á lokakaflanum. Nataly Sæunn Valencia kom inn fyrir Helenu og skoraði tvö af síðustu þremur mörkum Stjörnunnar. Hitt markið skoraði Stefanía Theodórsdóttir úr vítakasti, en hún kom einnig inn á í seinni hálfleik. Stjörnukonur reyndust sterkari á svellinu undir lokin og innbyrtu tveggja marka sigur, 23-21. Stjarnan mætir Fram í undanúrslitunum. Þórhildur Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk, auk þess sem hún fiskaði þrjú vítaköst. Helena kom næst með fjögur mörk. Íris Ásta Pétursdóttir var atkvæðamest í liði Vals með sex mörk. Bryndís Elín Wöhler var einnig öflug á línunni og skilaði fimm mörkum.Ragnar: Liðið er að þroskast Ragnar Hermannsson, annar þjálfari Stjörnunnar, sagði sínar stúlkur hafa sýnt mikinn styrk þegar þær lögðu Val að velli, 23-21, oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. "Þetta var mjög erfitt einvígi. Valur var spila gríðarlega góða vörn og Berglind var góð í markinu. "Það er alltaf erfitt að vinna lið sem fær ekki á sig meira en 20 mörk í leik," sagði Ragnar en Stjarnan byrjaði ekki vel í leiknum í dag, öfugt við fyrstu tvo leikina í einvíginu. "Ég held að Valsmenn hafi talað um það á fundum fyrir leikinn að byrja ekki svona illa eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Og þær komu mjög vel stemmdar til leiks og refsuðu okkur grimmt með mörkum úr hraðaupphlaupum. "Síðan er þetta einvígi búið að vera gríðarlega jafnt, þar sem liðin skiptast á að eiga góða kafla. Þetta snýst um eitthvað pínulítið í lokin," sagði Ragnar sem sagði Stjörnustúlkur hafa sýnt mikinn andlegan styrk í dag og þá sérstaklega undir lokin. "Þá kom í ljós að liðið er að þroskast. Við töpuðum öllum svona leikjum í fyrra og einum bikarleik fyrir jól, en það er ekki margir jafnir leikir sem við höfum tapað eftir jól. "Þetta er mikið þroskamerki hjá liðinu," sagði Ragnar að lokum.Helena: Ekkert smá sætur sigur Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunar, var að vonum alsæl eftir sigurinn á Val og bar sig vel þrátt fyrir að hafa fengið höfuðhögg undir lok leiksins. "Það var góður lokakafli sem skilaði sigrinum í dag. Það stóðu sig allar frábærlega og þetta var ekkert smá sætur sigur," sagði Helena sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik líkt og allt Stjörnuliðið. "Við byrjuðum fyrstu tvo leikina gríðarlega vel en nú byrjaði Valur betur. En við náðum að vinna okkar hægt og rólega inn í leikinn og komumst yfir í fyrri hálfleik. "Vörnin fór í gang og við einbeittum okkur bara að hverri vörn fyrir sig. "Ég hitti ekki vel í fyrri hálfleiknum, Berglind var alltaf mætt í fjærhornið. En ég keyrði á þetta í seinni hálfleiknum og fór að skjóta í nærhornið," sagði Helena sem hefur góða tilfinningu fyrir leikjunum við Fram í undanúrslitunum. "Ég mér líst mjög vel það. Þær eru með skemmtilegt lið og við eigum alveg mögulega gegn þeim." Olís-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með tveggja marka sigri, 23-21, á Val í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Það var fyrst og síðast öflugur lokakafli Stjörnunnar sem skildi á milli í dag. Þegar 16 mínútur voru eftir af seinni hálfleik leiddu Valskonur með tveimur mörkum, 17-19, en Stjörnukonur sýndu mikinn styrk á síðasta fjórðungi leiksins sem þær unnu 5-2. Vörn Garðbæinga var gríðarlega sterk og fyrir aftan hana varði Florentina Stanciu mikilvæga bolta eftir að hafa haft hægt um sig framan af leik. Það var aðeins eitt lið á vellinum fyrstu tíu mínútur leiksins. Valskonur mættu vel stemmdar til leiks, spiluðu sterka vörn og voru með lausnir á varnarleik heimakvenna. Þá voru hraðaupphlaup liðsins mjög vel útfærð en Íris Ásta Pétursdóttir naut góðs af því en hún skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik, þar af þrjú eftir hraðaupphlaup. Eftir 10 mínútna leik var staðan 3-7, Val í vil. Þá tóku þjálfarar Stjörnunnar leikhlé og eftir það vænkaðist hagur liðsins. Stjarnan skoraði átta mörk gegn tveimur og komst 11-9 yfir. Alina Tamasan, sem hefur dregið skóna af hillunni, kom sterk inn og ógnaði með skotum fyrir utan. Tvö þeirra fóru inn í fyrri hálfleik en það voru fyrstu mörk hennar í einvíginu. Valur þétti vörnina aftur á lokamínútum fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var jöfn, 12-12. Stjörnukonur byrjuðu seinni hálfleikinn tveimur fleiri og nýttu sér það vel og náðu tveggja marka forystu, 14-12. En Valskonur voru ekki lengi að jafna og komast yfir eftir að þær endurheimtu liðsmenn sína úr kælingu. Gestirnir höfðu frumkvæðið framan af seinni hálfleik og voru jafnan með 1-2 marka forystu. Þeim tókst þó aldrei að komast þremur mörkum yfir sem hefði eflaust orðið banabiti Stjörnunnar. En í stöðunni 17-19 fyrir Val kom flottur kafli hjá Stjörnunni sem skoraði þrjú mörk í röð og náði forystunni, 20-19. Valur náði að jafna í 20-20 og við tóku spennuþrungnar lokamínútur. Stjarnan missti Alinu af velli með tveggja mínútna brottvísun þegar sjö mínútur voru eftir og í næstu sókn meiddist Helena Rut Örvarsdóttir sem hafði verið mjög öflug í seinni hálfleik. Breiddin í Stjörnuliðinu er hins vegar mikil og það kom í ljós á lokakaflanum. Nataly Sæunn Valencia kom inn fyrir Helenu og skoraði tvö af síðustu þremur mörkum Stjörnunnar. Hitt markið skoraði Stefanía Theodórsdóttir úr vítakasti, en hún kom einnig inn á í seinni hálfleik. Stjörnukonur reyndust sterkari á svellinu undir lokin og innbyrtu tveggja marka sigur, 23-21. Stjarnan mætir Fram í undanúrslitunum. Þórhildur Gunnarsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk, auk þess sem hún fiskaði þrjú vítaköst. Helena kom næst með fjögur mörk. Íris Ásta Pétursdóttir var atkvæðamest í liði Vals með sex mörk. Bryndís Elín Wöhler var einnig öflug á línunni og skilaði fimm mörkum.Ragnar: Liðið er að þroskast Ragnar Hermannsson, annar þjálfari Stjörnunnar, sagði sínar stúlkur hafa sýnt mikinn styrk þegar þær lögðu Val að velli, 23-21, oddaleik um sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. "Þetta var mjög erfitt einvígi. Valur var spila gríðarlega góða vörn og Berglind var góð í markinu. "Það er alltaf erfitt að vinna lið sem fær ekki á sig meira en 20 mörk í leik," sagði Ragnar en Stjarnan byrjaði ekki vel í leiknum í dag, öfugt við fyrstu tvo leikina í einvíginu. "Ég held að Valsmenn hafi talað um það á fundum fyrir leikinn að byrja ekki svona illa eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Og þær komu mjög vel stemmdar til leiks og refsuðu okkur grimmt með mörkum úr hraðaupphlaupum. "Síðan er þetta einvígi búið að vera gríðarlega jafnt, þar sem liðin skiptast á að eiga góða kafla. Þetta snýst um eitthvað pínulítið í lokin," sagði Ragnar sem sagði Stjörnustúlkur hafa sýnt mikinn andlegan styrk í dag og þá sérstaklega undir lokin. "Þá kom í ljós að liðið er að þroskast. Við töpuðum öllum svona leikjum í fyrra og einum bikarleik fyrir jól, en það er ekki margir jafnir leikir sem við höfum tapað eftir jól. "Þetta er mikið þroskamerki hjá liðinu," sagði Ragnar að lokum.Helena: Ekkert smá sætur sigur Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunar, var að vonum alsæl eftir sigurinn á Val og bar sig vel þrátt fyrir að hafa fengið höfuðhögg undir lok leiksins. "Það var góður lokakafli sem skilaði sigrinum í dag. Það stóðu sig allar frábærlega og þetta var ekkert smá sætur sigur," sagði Helena sem náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik líkt og allt Stjörnuliðið. "Við byrjuðum fyrstu tvo leikina gríðarlega vel en nú byrjaði Valur betur. En við náðum að vinna okkar hægt og rólega inn í leikinn og komumst yfir í fyrri hálfleik. "Vörnin fór í gang og við einbeittum okkur bara að hverri vörn fyrir sig. "Ég hitti ekki vel í fyrri hálfleiknum, Berglind var alltaf mætt í fjærhornið. En ég keyrði á þetta í seinni hálfleiknum og fór að skjóta í nærhornið," sagði Helena sem hefur góða tilfinningu fyrir leikjunum við Fram í undanúrslitunum. "Ég mér líst mjög vel það. Þær eru með skemmtilegt lið og við eigum alveg mögulega gegn þeim."
Olís-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti