NBA: Boston tryggði sér leiki á móti Lebron og félögum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Jae Crowder var hetja Boston Celtics í nótt. Vísir/AP Boston Celtics tryggði sér sjöunda sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í nótt og þar með leiki á móti Cleveland Cavaliers í fyrstu umferðinni. Indiana Pacers á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington í tvíframlengdum leik.Jae Crowder var hetja Boston Celtics þegar hann skoraði sigurkörfuna á móti Toronto Raptors þegar aðeins 0,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Boston vann leikinn þar með 95-93 og tryggði sér sjöunda sætið í Austrinu sem þýða leiki á móti Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Boston Celtics liðið hefur unnið fimm leiki í röð þar af tvo þeirra á móti verðandi mótherjum í Cleveland Cavaliers. Evan Turner og Avery Bradley skoruðu báðir fjórtán stig fyrir Boston og Brandon Bass var með þrettán stig og níu fráköst. Kyle Lowry og Lou Williams skoruðu báðir 16 stig fyrir Toronto sem var öruggt með fjórða sætið og leiki við Washington Wizards í fyrstu umferð.C.J. Miles skoraði 25 stig og George Hill bætti við 24 stigum þegar Indiana Pacers vann 99-95 sigur á Washington Wizards í tvíframlengdum leik. Félagarnir skoruðu öll stigin í 7-2 spretti í annarri framlengingunni sem lagði grunninn að sigrinum. Martin Gortat og Bradley Beal skoruðu báðir 19 stig fyrir Washington. Indiana Pacers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og komast í úrslitakeppnina með sigri á Memphis í lokaleiknum eða að Brooklyn Nets tapi fyrir Orlando Magic á sama tíma.Chris Paul skoraði 22 stig og sex þriggja stiga körfur þegar Los Angeles Clippers vann 112-101 sigur á meiðslahrjáðu liði Phoenix Suns. Blake Griffin var með 20 stig og DeAndre Jordan bætti við 13 stigum og 14 fráköstum og setti nýtt félagsmet í fráköstum á einu tímabili. Clippers tryggði sér þar með þriðja sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á öðru sætinu ef bæði San Antonio Spurs og Houston Rockets tapa lokaleiknum sínum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Toronto Raptors 95-93 Indiana Pacers - Washington Wizards 99-95 Tvíframlengt Phoenix Suns - Los Angeles Clippers 101-112 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Boston Celtics tryggði sér sjöunda sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í nótt og þar með leiki á móti Cleveland Cavaliers í fyrstu umferðinni. Indiana Pacers á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Washington í tvíframlengdum leik.Jae Crowder var hetja Boston Celtics þegar hann skoraði sigurkörfuna á móti Toronto Raptors þegar aðeins 0,8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Boston vann leikinn þar með 95-93 og tryggði sér sjöunda sætið í Austrinu sem þýða leiki á móti Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Boston Celtics liðið hefur unnið fimm leiki í röð þar af tvo þeirra á móti verðandi mótherjum í Cleveland Cavaliers. Evan Turner og Avery Bradley skoruðu báðir fjórtán stig fyrir Boston og Brandon Bass var með þrettán stig og níu fráköst. Kyle Lowry og Lou Williams skoruðu báðir 16 stig fyrir Toronto sem var öruggt með fjórða sætið og leiki við Washington Wizards í fyrstu umferð.C.J. Miles skoraði 25 stig og George Hill bætti við 24 stigum þegar Indiana Pacers vann 99-95 sigur á Washington Wizards í tvíframlengdum leik. Félagarnir skoruðu öll stigin í 7-2 spretti í annarri framlengingunni sem lagði grunninn að sigrinum. Martin Gortat og Bradley Beal skoruðu báðir 19 stig fyrir Washington. Indiana Pacers liðið hefur nú unnið sex leiki í röð og komast í úrslitakeppnina með sigri á Memphis í lokaleiknum eða að Brooklyn Nets tapi fyrir Orlando Magic á sama tíma.Chris Paul skoraði 22 stig og sex þriggja stiga körfur þegar Los Angeles Clippers vann 112-101 sigur á meiðslahrjáðu liði Phoenix Suns. Blake Griffin var með 20 stig og DeAndre Jordan bætti við 13 stigum og 14 fráköstum og setti nýtt félagsmet í fráköstum á einu tímabili. Clippers tryggði sér þar með þriðja sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar og á enn möguleika á öðru sætinu ef bæði San Antonio Spurs og Houston Rockets tapa lokaleiknum sínum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Toronto Raptors 95-93 Indiana Pacers - Washington Wizards 99-95 Tvíframlengt Phoenix Suns - Los Angeles Clippers 101-112 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira