Er Ísland betur statt en Írland? Skjóðan skrifar 1. apríl 2015 11:43 Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess. Skjóðan Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess.
Skjóðan Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira