Körfubolti

Þetta er lögreglumál! | Arnar og Svali fara á kostum

Anton Ingi Leifsson skrifar

Það var mikið fjör í Ljónagryfjunni í gær þegar oddaleikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Dominos-deild karla fór fram. Njarðvík vann að lokum, 92-73, og tryggði sér þar af leiðandi sæti í undanúrslitum keppninnar.

Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum sem var í beinni á Stöð 2 Sport og fóru sem fyrr á kostum. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var laminn duglega í gólfið undir lok þriðja leikhluta og var dæmt tæknivilla á Njarðvík.

Svali sagði að þetta væri lögreglumál og að Marvin væri sinn Tarzan. Spjallið leiddist svo út í að Svali sagði að lögreglan á Suðurnesjum þyrfti að vera vel mönnuð og þá fór myndavélin beint á lögreglumenn sem mættir voru að fylgjast með. Þeim félögum fannst það frábært og hlógu mikið.

Allt myndbandið má sjá hér að ofan. Sjón er sögu ríkari!Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.