Pavel: Verð ekki með í fyrstu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2015 19:03 Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Um fátt er meira rætt meðal íslenskra körfuboltaáhugamanna en meiðsli Pavels Ermolinskij, leikstjórnanda Íslandsmeistara KR. Pavel meiddist í 4. leikhluta í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar 21. febrúar síðastliðinn og hefur verið frá keppni síðan þá, ef frá taldir eru fyrstu tveir leikirnir í einvíginu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pavel spilaði ekkert í þriðja leiknum gegn Grindavík en það kom ekki að sök því Íslandsmeistararnir sópuðu þeim gulklæddu úr keppni, 3-0. Annað suðurnesjalið, Njarðvík, bíður KR-inga í undanúrslitunum en fyrsti leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni annað kvöld. Pavel segir að hann muni ekki spila þann leik né næstu leiki. „Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum. Það er misjafnt milli daga hvernig mér líður,“ sagði Pavel í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Gaupi tók hús á honum í Kjöt & Fisk, sælkerabúð sem Pavel rekur ásamt félaga sínum í íslenska landsliðinu, Jóni Arnóri Stefánssyni. „Við ætlum ekki að taka neina áhættur. Strákarnir stóðu sig vel gegn Grindavík og fóru taplausir í gegnum þá seríu án mín, þannig að þeir ættu að geta séð um þessa seríu líka,“ sagði Pavel ennfremur en hann var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í vetur og endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Pavel segist hafa farið of snemma af stað eftir meiðslin. „Ég fór kannski of snemma af stað eftir þetta og tók tvö skref aftur þegar ég meiddist aftur á móti Grindavík. Ég var full fljótur á mér en maður vill auðvitað taka þátt og vera með,“ sagði leikstjórnandinn en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Leikur KR og Njarðvíkur hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins