Marc hafði betur gegn Pau í bræðraslagnum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 07:30 Marc og Pau mættust einnig í stjörnuleiknum. vísir/getty Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn: NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn:
NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira