Irving setti flautuþrist og skoraði 57 stig í sigri á Spurs | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kyrie Irving og LeBron James fagna í nótt. vísir/epa Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu: NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers fór hamförum í nótt þegar hans menn lögðu NBA-meistara San Antonio Spurs á útivelli, 128-125, eftir framlengingu. Irving skoraði 57 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann hitti úr 20 af 32 skotum sínum fyrir utan og öllum sjö þriggja stiga skotunum sínum. Hreint ótrúleg frammistaða. Fyrir utan að skora eins og brjálæðingur tryggði hann sínum mönnum framlenginguna með ótrúlegu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Staðan eftir 48 mínútna leik, 110-110. Flautukarfa Irvings tryggir framlengingu: Cleveland hafði sigurinn með naumindum á endanum og heldur áfram að vinna körfuboltaleiki, en liðið hefur verið á miklum skriði að undanförnu. Það hefur unnið 23 af síðustu 28 leikjum sínum. LeBron James skoraði 31 stig fyrir Cleveland og tók 7 fráköst en aðrir skoruðu mun minna. Kevin Love skoraði ekki nema 8 stig og tók 5 fráköst. Hjá San Antonio var Tony Parker í stuði með 31 stig og þeir Danny Green og Kawhi Leonard skoruðu 24 stig hvor. Höfðinginn Tim Duncan átti flottan leik og bauð upp á myndarlega tvennu með 18 stigum og 11 fráköstum auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar. Cleveland er áfram í öðru sæti austursins með með 42 sigra og 25 töp. Það er enn níu og hálfum leik á eftir toppliði Atlanta sem verður ekki snert úr þessu. Spurs er í sjötta sæti vesturdeildarinnar. Irving fer á kostum og skorar 57 stig: Nóttin var ekkert sérstaklega góð fyrir bestu liðin í vestrinu því liðin í öðru og fjórða sæti, Memphis og Houston, töpuðu bæði. Memphis hafði reyndar ekki mikinn áhuga á að vinna Washington Wizards og hvíldi Marc Gasol, Zach Randolph, Mike Conley og Tony Allen. Washington vann auðveldan 20 stiga heimasigur, 107-87, þar sem Marcin Gortat skoraði 21 stig og John Wall 21 stig. Wall tók að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Houston tapaði óvænt fyrir Utah Jazz á útivelli, 109-91, þar sem Gordon Hayward fór mikinn fyrir heimamenn og skoraði 29 stig. Miðherjinn Rudy Gobert var í ham undir körfunni og skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 109-103 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 107-87 Utah Jazz - Houston Rockets 109-91 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 125-128 Los Angeles Lakers - New York Knicks 94-101Staðan í deildinni.Tim Duncan hreinsar til með iðnaðartroðslu:
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira