Viðskipti innlent

Ísland í 7. sæti yfir flesta ferðamenn miðað við höfðatölu

ingvar haraldsson skrifar
Icelandair er langstærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en aðrir eru í sókn.
Icelandair er langstærsta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en aðrir eru í sókn. vísir/vilhelm
Ísland er í sjöunda sæti yfir flesta ferðamenn miðað við höfðatölu. Hlutfallið nemur 7,2 prósent hlutfall af heildarfjölda þeirra sem eru á Íslandi á hverjum tíma.

Hlutfallið er fundið út miðað við heildarfjölda ferðamanna og meðaldvalartíma þeirra. Út frá því má gera ráð fyrir að á Íslandi séu um 26 þúsund ferðamenn á hverjum degi. Greiningardeild Íslandsbanka greinir frá.



Íslandbanki telur að 1,35 milljón ferðamenn heimsæki Ísland árið 2015. Þar af muni 1,19 milljón koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Þá er einnig bent á að yfir sumartímann sé hlutfallið mun hærra hér á landi. Ferðamenn séu þá að meðaltali ríflega 16% þeirra sem eru hér á landi.

Ísland er í 7. sæti yfir felsta ferðamenn miðað við heildarfjölda fólks á hverjum stað.mynd/íslandsbanki
Dregur úr árstíðarsveiflum og hlutdeild Icelandair minnkar



Gögn frá Isavia um úthlutuð stæði á tímabilinu 1. apríl - 24. október benda til þess að það draga muni úr árstíðarsveiflum í komum til landsins. Þannig hefur komum í gegnum Keflavíkurflugvöll yfir sumartímann lækkað sem hlutfalli af heildar ferðum.

Icelandair er langumsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en um tveir af hverjum þremur farþegum sem fara um flugvöllinn ferðast með Icelandair. Hlutdeild þeirra fer minnkandi. Næst umsvifamesta flugfélagið verður WOW en félagið hefur fengið úthlutað um 37% fleiri stæðum yfir sumarúthlutunartímabilið en á síðasta ári.

Þá hefur easyJet verið í mikilli sókn yfir vetrartímann en flugfélagið verður með um 5 prósent markaðshlutdeild næsta sumar. Bróðurhluti ferða easyJet er inn á Bretlandsmarkað en um 19% ferðamanna kom þaðan á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×